Erlent

Mikil sprenging í Dúbaí

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikill eldur geisaði á hafnarsvæðinu.
Mikill eldur geisaði á hafnarsvæðinu. Skjáskot/Twitter

Mikill sprenging varð um borð í gámaskipi við Jebel Ali höfnina í Dúbaí fyrr í kvöld og logaði mikill eldur á hafnarsvæðinu.

Engar tilkynningar hafa borist um dauðsföll eða slys á fólki. Að sögn yfirvalda hafa viðbragðsaðilar náð tökum á eldinum sem hafi brotist út í vörugámi um borð í skipinu.  

Sprengingin fannst víða í borginni þegar byggingar hristust og blossinn lýsti upp himininn. Fram kemur í frétt CNN að fólk hafi fundið fyrir sprengingunni í allt að fimmtán kílómetra fjarlægð frá höfninni. 

Jebel Ali er níunda stærsta höfn heims. Fjölmargir hafa deilt myndböndum og ljósmyndum af atvikinu á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×