Xi og Kim heita nánari samvinnu Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2021 23:14 Kim Jong Un og Xi Jinping, leiðtogar Norður-Kóreu og Kína, árið 2018. EPA/KCNA Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. Í skilaboðum Xi til Kim sagði forsetinn að samvinna ríkjanna myndu ná nýjum hæðum. Þetta kemur fram í fréttaflutningi KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, en þar er meðal annars haft eftir Kim að „óvinveitt öfl“, sem eru væntanlega Bandaríkin, séu orðin örvæntingarfull í aðgerðum sínum. Sextíu ár eru liðin frá því að Norður-Kórea og Kína skrifuðu undir vináttusáttmála. Kína er svo gott sem eini viðskiptafélagi Norður-Kóreu og hefur veitt ríkinu einangraða mikla aðstoð í gegnum árin. Viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana Norður-Kóreu hafa gert ríkið enn háðara Kína. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni fjölluðu báðir leiðtogarnir um gott samband ríkjanna í sextíu ár. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna strönduðu í forsetatíð Donalds Trump og hafa ekki haldið áfram eftir að Joe Biden tók við embætti. Þá er sömuleiðis talið mögulegt að Covid-19 sé í útbreiðslu í Norður-Kóreu, þrátt fyrir að ríkisstjórn Kim segir engan hafa greinst smitaðan þar. Þegar faraldur nýju kórónuveirunnar hófst lokaði Kim landamærum Norður-Kóreu og Kína og hefur sú lokun komið verulega niður á hagkerfi Norður-Kóreu. Refsiaðgerðir og náttúruhamfarir hafa gert það sömuleiðis og er talið að hungursneyð geysi í landinu. Kína Norður-Kórea Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Í skilaboðum Xi til Kim sagði forsetinn að samvinna ríkjanna myndu ná nýjum hæðum. Þetta kemur fram í fréttaflutningi KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, en þar er meðal annars haft eftir Kim að „óvinveitt öfl“, sem eru væntanlega Bandaríkin, séu orðin örvæntingarfull í aðgerðum sínum. Sextíu ár eru liðin frá því að Norður-Kórea og Kína skrifuðu undir vináttusáttmála. Kína er svo gott sem eini viðskiptafélagi Norður-Kóreu og hefur veitt ríkinu einangraða mikla aðstoð í gegnum árin. Viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana Norður-Kóreu hafa gert ríkið enn háðara Kína. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni fjölluðu báðir leiðtogarnir um gott samband ríkjanna í sextíu ár. Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna strönduðu í forsetatíð Donalds Trump og hafa ekki haldið áfram eftir að Joe Biden tók við embætti. Þá er sömuleiðis talið mögulegt að Covid-19 sé í útbreiðslu í Norður-Kóreu, þrátt fyrir að ríkisstjórn Kim segir engan hafa greinst smitaðan þar. Þegar faraldur nýju kórónuveirunnar hófst lokaði Kim landamærum Norður-Kóreu og Kína og hefur sú lokun komið verulega niður á hagkerfi Norður-Kóreu. Refsiaðgerðir og náttúruhamfarir hafa gert það sömuleiðis og er talið að hungursneyð geysi í landinu.
Kína Norður-Kórea Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira