Innlent

Raf­magns­laust í mið­borginni og í­búar beðnir um að af­tengja sjón­vörp

Eiður Þór Árnason skrifar
Rafmagn fór meðal annars á Laugavegi, Hverfisgötu, Ingólfsstræti og Aðalstræti. 
Rafmagn fór meðal annars á Laugavegi, Hverfisgötu, Ingólfsstræti og Aðalstræti.  Vísir/vilhelm

Rafmagnslaust er í miðbæ Reykjavíkur vegna háspennubilunar. Gert er ráð fyrir að rafmagn verði aftur komið á allt svæðið um klukkan 14:30.

Fram kemur í tilkynningu frá Veitum að rafmagn hafi dottið út um klukkan 13:40 í dag. Er fólki á svæðinu bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju.

Á það sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins er íbúum ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Uppfært: Allir notendur í miðbæ Reykjavíkur eiga að vera komnir aftur með rafmagn samkvæmt upplýsingum frá Veitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×