Fram kemur í tilkynningu frá Veitum að rafmagn hafi dottið út um klukkan 13:40 í dag. Er fólki á svæðinu bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju.
Á það sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins er íbúum ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.
Uppfært: Allir notendur í miðbæ Reykjavíkur eiga að vera komnir aftur með rafmagn samkvæmt upplýsingum frá Veitum.