Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2021 20:31 Spánn og Portúgal, auk Kýpur, eru einu rauðu löndin á korti sóttvarnastofnunar Evrópu. Kortið er með nýjustu upplýsingum, eða frá 8. júlí. Skjáskot Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. Spánn, ásamt Portúgal, er nú eina Evrópulandið sem skilgreint er rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu en nýgengi í landinu öllu er yfir þrjú hundruð. Vegna þessa hafa ríki á borð við Þýskaland og Danmörku hert kröfur til ferðamanna sem koma til landanna frá Spáni. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni en hún er einkum rakin til mannamóta yngri og óbólusettra kynslóða, sem og þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðast heldur geyst í afléttingar í landinu í vor. Á Tenerife, eins aðaláfangastaðar íslensks almennings, er í gildi bann við áfengissölu í búðum frá klukkan átta á kvöldin og ýmiss konar samkomustöðum er lokað á sama tíma. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar.Vísir Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir að undanfarið hafi Íslendingar í hundraðatali keypt sér miða til Spánar. Dæmi séu um að fólk stökkvi á ferðir nær samdægurs. „Þetta er hægt og sígandi að fara af stað og við erum mjög þakklát fyrir góða hreyfingu á sölunni undanfarna daga.“ Af spænsku áfangastöðunum sé eftirspurnin mest eftir ferðum til Tenerife, Alicante og Costa del Sol. „Það sem hefur verið reynt að stemma stigum við er að minnka þetta næturbrölt. Það er verið að loka frá hálf eitt til sex á morgnana en að öðru leyti er þetta bara rólegt á þessum stöðum,“ segir Þórunn. Rúm 80 prósent fullorðinna Íslendinga eru fullbólusett, samkvæmt Covid.is, en um 45 prósent Spánverja. Þórunn segir að ekki hafi borið á afbókunum vegna ástandsins í landinu. „Bara virkilega ánægðir og njóta þess að vera í sólinni og slaka á, þannig að það eru engar kvartanir.“ Þannig að þessar samkomutakmarkanir hafa ekki komið að sök? „Virðist ekki vera. Íslendingar eru kannski orðnir svo rólegir og nægjusamir og njóta þess að vera í rólegheitunum,“ segir Þórunn. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Spánn, ásamt Portúgal, er nú eina Evrópulandið sem skilgreint er rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu en nýgengi í landinu öllu er yfir þrjú hundruð. Vegna þessa hafa ríki á borð við Þýskaland og Danmörku hert kröfur til ferðamanna sem koma til landanna frá Spáni. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni en hún er einkum rakin til mannamóta yngri og óbólusettra kynslóða, sem og þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðast heldur geyst í afléttingar í landinu í vor. Á Tenerife, eins aðaláfangastaðar íslensks almennings, er í gildi bann við áfengissölu í búðum frá klukkan átta á kvöldin og ýmiss konar samkomustöðum er lokað á sama tíma. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar.Vísir Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir að undanfarið hafi Íslendingar í hundraðatali keypt sér miða til Spánar. Dæmi séu um að fólk stökkvi á ferðir nær samdægurs. „Þetta er hægt og sígandi að fara af stað og við erum mjög þakklát fyrir góða hreyfingu á sölunni undanfarna daga.“ Af spænsku áfangastöðunum sé eftirspurnin mest eftir ferðum til Tenerife, Alicante og Costa del Sol. „Það sem hefur verið reynt að stemma stigum við er að minnka þetta næturbrölt. Það er verið að loka frá hálf eitt til sex á morgnana en að öðru leyti er þetta bara rólegt á þessum stöðum,“ segir Þórunn. Rúm 80 prósent fullorðinna Íslendinga eru fullbólusett, samkvæmt Covid.is, en um 45 prósent Spánverja. Þórunn segir að ekki hafi borið á afbókunum vegna ástandsins í landinu. „Bara virkilega ánægðir og njóta þess að vera í sólinni og slaka á, þannig að það eru engar kvartanir.“ Þannig að þessar samkomutakmarkanir hafa ekki komið að sök? „Virðist ekki vera. Íslendingar eru kannski orðnir svo rólegir og nægjusamir og njóta þess að vera í rólegheitunum,“ segir Þórunn.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30