„Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni“ Elma Rut Valtýsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. júlí 2021 18:43 Hér má sjá Eyjólf Ásberg Halldórsson ásamt vini sínum Alberti Guðmundssyni á Spáni. Aðsend Eyjólfur Ásberg Halldórsson, sem hafði verið bólusettur gegn Covid-19, segist hafa fagnað of snemma en hann greindist með veiruna eftir að hann kom heim frá Spáni fyrr í mánuðinum. Hann hvetur fólk til að fara varlega áfram. Eyjólfur fór í frí til Marbella á Spáni með vinum sínum í upphafi mánaðar. Hann segir þá félaga hafa gætt vel að sóttvörnum. „Áður en við förum heim förum við allir í test og PCR test til að millilenda í Hollandi og fáum neikvætt úr báðum testum,“ segir Eyjólfur. Fljótlega eftir að heim var komið fékk hann símtal frá vini sínum sem býr í Hollandi sem hafði þá greinst með Covid-19 eftir að hafa farið í annað próf í Hollandi. „Þannig að ég fer þá sjálfur beint í test og fæ jákvætt þrátt fyrir að vera með engin einkenni þannig þetta kom mjög á óvart." Eyjólfur segir niðurstöðuna hafa komið sér sérstaklega á óvart þar sem hann er bólusettur. Hann fékk Jansen sprautu í byrjun júní. Vinirnir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Albert Guðmundsson og Eyjólfur Ásberg Halldórsson.Aðsend „Þannig ég fór bara út með þá hugsun að ég væri bara góður og engin hætta á Covid því ég hafði ekki heyrt um nein tilvik þar sem bólusettur einstaklingur hafi smitast," segir Eyjólfur sem hefur sloppið vel síðan faraldurinn hófst hér á landi. „Ég hafði aldrei farið í nein test og aldrei farið í sóttkví þannig maður var kannski byrjaður að fagna of snemma en síðan kom þetta bara eins og þruma úr heiðskíru lofti." Nú er Eyjólfur á níunda degi í einangrun en hann hefur ekki fundið fyrir neinum einkennum. Eyjólfur smitaði móður sína sem einnig er bólusett og litlu systur sína. „Hún er með tvær sprautur af Pfizer en hún fann meira fyrir þessu en ég. Missti bragðskynið og var smá slöpp." Eyjólfur hvetur fólk til að fara áfram varlega. „Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni," segir Eyjólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Eyjólfur fór í frí til Marbella á Spáni með vinum sínum í upphafi mánaðar. Hann segir þá félaga hafa gætt vel að sóttvörnum. „Áður en við förum heim förum við allir í test og PCR test til að millilenda í Hollandi og fáum neikvætt úr báðum testum,“ segir Eyjólfur. Fljótlega eftir að heim var komið fékk hann símtal frá vini sínum sem býr í Hollandi sem hafði þá greinst með Covid-19 eftir að hafa farið í annað próf í Hollandi. „Þannig að ég fer þá sjálfur beint í test og fæ jákvætt þrátt fyrir að vera með engin einkenni þannig þetta kom mjög á óvart." Eyjólfur segir niðurstöðuna hafa komið sér sérstaklega á óvart þar sem hann er bólusettur. Hann fékk Jansen sprautu í byrjun júní. Vinirnir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Albert Guðmundsson og Eyjólfur Ásberg Halldórsson.Aðsend „Þannig ég fór bara út með þá hugsun að ég væri bara góður og engin hætta á Covid því ég hafði ekki heyrt um nein tilvik þar sem bólusettur einstaklingur hafi smitast," segir Eyjólfur sem hefur sloppið vel síðan faraldurinn hófst hér á landi. „Ég hafði aldrei farið í nein test og aldrei farið í sóttkví þannig maður var kannski byrjaður að fagna of snemma en síðan kom þetta bara eins og þruma úr heiðskíru lofti." Nú er Eyjólfur á níunda degi í einangrun en hann hefur ekki fundið fyrir neinum einkennum. Eyjólfur smitaði móður sína sem einnig er bólusett og litlu systur sína. „Hún er með tvær sprautur af Pfizer en hún fann meira fyrir þessu en ég. Missti bragðskynið og var smá slöpp." Eyjólfur hvetur fólk til að fara áfram varlega. „Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni," segir Eyjólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira