Solskjær ekki búinn að ákveða hvort Rashford fari í aðgerð á öxl Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 09:01 Marcus Rashford hefur verið að spila þrátt fyrir meiðsli undanfarna mánuði. EPA-EFE/Frank Augstein Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, gæti verið frá þangað til í október fari hann í aðgerð á öxl. Rashford hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, segist ekki viss hvort Rashford fari í aðgerð áður en nýtt tímabil hefst. Solskjær ræddi við blaðamenn um stöðuna á Rashford eftir 2-1 sigur Man United á Derby County í vináttuleik um helgina. Þau sem fylgdust með Manchester United á síðustu leiktíð – sem og enska landsliðinu á EM – vita að Rashford hefur ekki gengið heill til skógar í dágóðan tíma. Tímabilið 2019/2020 var hann einnig að glíma við erfið meiðsli í baki en þar sem enska úrvalsdeildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins náði hann að jafna sig og klára tímabilið með Man United. Á síðustu leiktíð var hann að glíma við meiðsli á öxl sem og ökkla. „Við þurfum að taka þá ákvörðun sem er best fyrir hann. Við höfum ekki enn ákveðið hvað við eigum að gera varðandi meiðslin,“ sagði Solskjær um stöðuna á Rashford. Ljóst er að Rashford þarf að fara í aðgerð ef hann stefnir á að ná fullum bata, hvíld ein og sér dugir ekki til. Leikmaðurinn kemst hins vegar ekki í aðgerð strax og yrði frá fram í október ef hann færi undir hnífinn. Marcus Rashford: Manchester United striker to 'reflect' on possible shoulder surgery, says Solskjaer https://t.co/dwnjANM8do— Simon Stone (@sistoney67) July 18, 2021 Nú virðist sem Solskjær sé ekki alveg viss hvort það væri best fyrir Rashford – og Manchester United – að fara í aðgerð í sumar. Solskjær ræddi einnig framtíð Jesse Lingard að leik loknum. Leikmaðurinn var lánaður til West Ham United síðari hluta síðustu leiktíðar og stóð sig með prýði. „Jesse er leikmaður Man Utd. Hann vill berjast fyrir sæti í liðinu. Hann hefur komið sterkur til baka með mikla orku og mikið sjálfstraust. Hann er í áætlunum mínum,“ sagði Solskjær. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Solskjær ræddi við blaðamenn um stöðuna á Rashford eftir 2-1 sigur Man United á Derby County í vináttuleik um helgina. Þau sem fylgdust með Manchester United á síðustu leiktíð – sem og enska landsliðinu á EM – vita að Rashford hefur ekki gengið heill til skógar í dágóðan tíma. Tímabilið 2019/2020 var hann einnig að glíma við erfið meiðsli í baki en þar sem enska úrvalsdeildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins náði hann að jafna sig og klára tímabilið með Man United. Á síðustu leiktíð var hann að glíma við meiðsli á öxl sem og ökkla. „Við þurfum að taka þá ákvörðun sem er best fyrir hann. Við höfum ekki enn ákveðið hvað við eigum að gera varðandi meiðslin,“ sagði Solskjær um stöðuna á Rashford. Ljóst er að Rashford þarf að fara í aðgerð ef hann stefnir á að ná fullum bata, hvíld ein og sér dugir ekki til. Leikmaðurinn kemst hins vegar ekki í aðgerð strax og yrði frá fram í október ef hann færi undir hnífinn. Marcus Rashford: Manchester United striker to 'reflect' on possible shoulder surgery, says Solskjaer https://t.co/dwnjANM8do— Simon Stone (@sistoney67) July 18, 2021 Nú virðist sem Solskjær sé ekki alveg viss hvort það væri best fyrir Rashford – og Manchester United – að fara í aðgerð í sumar. Solskjær ræddi einnig framtíð Jesse Lingard að leik loknum. Leikmaðurinn var lánaður til West Ham United síðari hluta síðustu leiktíðar og stóð sig með prýði. „Jesse er leikmaður Man Utd. Hann vill berjast fyrir sæti í liðinu. Hann hefur komið sterkur til baka með mikla orku og mikið sjálfstraust. Hann er í áætlunum mínum,“ sagði Solskjær.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira