Sambandsdeildin fær jákvæð viðbrögð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 12:01 FH er komið áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir sigur á írska liðinu Sligo Rovers í fyrstu umferð. Hér sést Steven Lennon fagna marki sínu gegn liðinu ytra. Eóin Noonan/Getty Images Sambandsdeild Evrópu er ný Evrópukeppni innan knattspyrnuflóru álfunnar. Önnur umferð undankeppninnar hefst í vikunni og Ísland á þrjá fulltrúa þar: Val, FH og Breiðablik. The Guardian fjallar um keppnina sem er á sínu fyrsta tímabili. Hún er í skugganum af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni en það virðist þó sem mikil ánægja sé með keppnina til þessa. Spilar verðlaunafé keppninnar þar inn í. Keppninni er ætlað að veita meira jafnvægi og gefa liðum frá smærri þjóðum – líkt og Íslandi – betri möguleika á að komast langt í Evrópu. „Við erum með 55 aðildarþjóðir og það er mikilvægt að gefa félögum frá sem flestum knattspyrnusamböndum möguleika á að komast langt í Evrópu,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA er Sambandsdeildin var sett á laggirnar. Tommy Higgins, formaður Sligo Rovers – sem FH sló út, er mjög ánægður með fyrirkomulag keppninnar. „Þetta er ekki bara áróður, keppnin hjálpar liðum frá því sem kalla má minni þjóðir. Það gefur aukinn möguleika á að fara langt í Evrópu og þó liðin komist ekki alla leið í riðlakeppnina þá getur það skipt sköpum að fara í gegnum eina eða tvær umferðir í undankeppninni. Ég hef ekkert slæmt að segja um keppnina,“ segir Higgins í frétt The Guardian. FH sló Sligo hins vegar út og mætir norska stórliðinu Rosenborg í næstu umferð. FH fékk 200 þúsund pund fyrir að komast áfram í 2. umferð keppninnar eða um 34 milljónir íslenskra króna. Norsk félög voru meðal þeirra sem kvörtuðu hvað mest yfir breytingum á fyrirkomulagi Evrópukeppna er tilkynnt var að UEFA ætlaði að stofna Sambandsdeildina, C-deild Evrópukeppna. Þau þögnuðu fljótt þegar þau sáu að verðlaunaféð var mjög svipað og í Evrópudeildinni. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni er 2. umferð Sambandsdeildarinnar hefst á fimmtudaginn. Breiðablik heldur til Austurríkis og mætir Austria Vín, Íslandsmeistarar Vals fá Noregsmeistara Bodø/Glimt í heimsókn og FH mætir Rosenborg. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
The Guardian fjallar um keppnina sem er á sínu fyrsta tímabili. Hún er í skugganum af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni en það virðist þó sem mikil ánægja sé með keppnina til þessa. Spilar verðlaunafé keppninnar þar inn í. Keppninni er ætlað að veita meira jafnvægi og gefa liðum frá smærri þjóðum – líkt og Íslandi – betri möguleika á að komast langt í Evrópu. „Við erum með 55 aðildarþjóðir og það er mikilvægt að gefa félögum frá sem flestum knattspyrnusamböndum möguleika á að komast langt í Evrópu,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA er Sambandsdeildin var sett á laggirnar. Tommy Higgins, formaður Sligo Rovers – sem FH sló út, er mjög ánægður með fyrirkomulag keppninnar. „Þetta er ekki bara áróður, keppnin hjálpar liðum frá því sem kalla má minni þjóðir. Það gefur aukinn möguleika á að fara langt í Evrópu og þó liðin komist ekki alla leið í riðlakeppnina þá getur það skipt sköpum að fara í gegnum eina eða tvær umferðir í undankeppninni. Ég hef ekkert slæmt að segja um keppnina,“ segir Higgins í frétt The Guardian. FH sló Sligo hins vegar út og mætir norska stórliðinu Rosenborg í næstu umferð. FH fékk 200 þúsund pund fyrir að komast áfram í 2. umferð keppninnar eða um 34 milljónir íslenskra króna. Norsk félög voru meðal þeirra sem kvörtuðu hvað mest yfir breytingum á fyrirkomulagi Evrópukeppna er tilkynnt var að UEFA ætlaði að stofna Sambandsdeildina, C-deild Evrópukeppna. Þau þögnuðu fljótt þegar þau sáu að verðlaunaféð var mjög svipað og í Evrópudeildinni. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni er 2. umferð Sambandsdeildarinnar hefst á fimmtudaginn. Breiðablik heldur til Austurríkis og mætir Austria Vín, Íslandsmeistarar Vals fá Noregsmeistara Bodø/Glimt í heimsókn og FH mætir Rosenborg.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira