Frank de Boer stýrði Hollendingum á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar en hann tók við liðinu eftir að Ronald Koeman var ráðinn þjálfari Barcelona sumarið 2020. De Boer hefur ekki heillað sem þjálfari og þó liðið hafi spilað vel í riðlakeppni mótsins þá steinlá það gegn Tékklandi í 16-liða úrslitum og í kjölfarið var De Boer látinn taka poka sinn.
Hollenska knattspyrnusambandið leitar nú að eftirmanni og virðist ætla að treysta á Van Gaal enn eina ferðina. Hann stýrði liðinu eins og áður sagði rétt eftir aldamót og á HM 2014 þar sem Holland féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu í undanúrslitum.
Holland nældi þó í brons þar sem liðið vann öruggan 3-0 sigur á Brasilíu í því sem reyndist síðasti leikur liðsins undir stjórn Van Gaal. Á þeim tíma allavega.
Virðist sem áætlun hollenska sambandsins sé að fá Van Gaal inn í 18 mánuði með þá Henk Fraser og Danny Blind með sér. Van Gaal á að stýra liðinu þangað til HM í Katar er lokið í árslok 2022 og þá ætti Fraser að taka við starfinu.
DONE DEAL: Louis van Gaal takes charge of the Dutch national team for a third spell pic.twitter.com/wlt73DDJX0
— 433 (@433) July 21, 2021
Fraser hefur þjálfað lið á borð við Ado den Haag, Vitesse og Sparta Rotterdam í Hollandi ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari U-21 árs landsliðs Hollands undnafarin tvö ár.
Van Gaal er orðinn 69 ára gamall og hefur ekkert þjálfað síðan hann var látinn fara frá Manchester United árið 2016. Hann virðist nú vera að snúa aftur í þjálfun.