Einn alvarlega veikur undir sextugu í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2021 15:09 Búið er að fullbólusetja meira en helming ísraelsku þjóðarinnar og er unnið að því að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. EPA/ABIR SULTAN Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísað á upplýsingafundi í morgun til upplýsinga um fjölgun innlagna á sjúkrahús í Ísrael. Það gerði hann í tengslum við þá óvissu sem ríki varðandi fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hér á landi undanfarið og hvort þeir sem hafi verið bólusettir og smitist, veikist alvarlega. Óvissan snýr sérstaklega að eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Sjá einnig: Leggur til takmarkanir innanlands Síðasta sunnudag birtist frétt í Times of Israel þar sem fram kom 61 einstaklingur var á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Þar af var einungis einn sem var fullbólusettur og ekki orðinn sextíu ára gamall. Viðkomandi var á aldrinum 50 til 59. Enginn fullbólusettur einstaklingur undir fimmtugu var þá á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Fjórtán hinna alvarlegu veiku voru óbólusettir og undir fimmtugu. Tveir voru undir fertugu. Heilt yfir voru 6.598 með virk smit í Ísrael, 121 á sjúkrahúsi, 61 í alvarlegu ástandi og fjórtán í öndunarvél. Tuttugu hafa dáið vegna Covid-19 í þessum mánuði. Í dag eru 72 í alvarlegu ástandi en aldursdreifing þeirra liggur ekki fyrir. Sjá einnig: Vonar að gripið verði til aðgerða eins fljótt og hægt er Alvarlega veikum fjölgar Í grein Times of Israel er tekið fram að alvarlega veikum hafi fjölgað úr nítján í 121 á einum mánuði, með innreið Delta-afbrigðisins í Ísrael. Í janúar, þegar faraldurinn var hvað verstur, voru rúmlega þúsund alvarlega veikir. Sami miðli vísaði í dag í umfjöllun Channel 12 í Ísrael sem birt var í sjónvarpi þar í gærkvöldi. Þar kom fram að svo virðist sem að þeir sem veikist alvarlega séu útskrifaðir eftir skemmri tíma en þekktist í upphafi ársins. Tími alvarlega veikra á sjúkrahúsi hafi farið úr tíu til tólf dögum í um átta daga. Sjá einnig: Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Nýju tölurnar ná yfir styttra tímabil en þær fyrri en þykja samt til marks um að þeir sem veikist alvarlega, veikist ekki jafn alvarlega og í fyrri bylgjum. Veikir fá þriðja skammtinn Lang flestir eldri borgarar í Ísrael fengu tvo skammta af bóluefni Pfizer. Fyrr í þessum mánuði var svo byrjað að gefa fólki með undirliggjandi sjúkdóma þriðja skammtinn. Ekki stendur til að gefa öðrum hópum þriðja skammtinn og ráðamenn í Ísrael segja það vegna þess að virkni bóluefna sé mikil. Unnið er að því að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára í Ísrael. Tölur frá heilbrigðisráðuneyti Ísraels gefa í skyn að tveir skammtar af bóluefni Pfizer sé með um 64 prósenta virkni gegn smiti en veiti 93 prósenta vörn gegn alvarlegum veikindum. TOI segir sérfræðinga í Ísrael þó ósammála um trúverðugleika þessara ganga. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Óvissan snýr sérstaklega að eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Sjá einnig: Leggur til takmarkanir innanlands Síðasta sunnudag birtist frétt í Times of Israel þar sem fram kom 61 einstaklingur var á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Þar af var einungis einn sem var fullbólusettur og ekki orðinn sextíu ára gamall. Viðkomandi var á aldrinum 50 til 59. Enginn fullbólusettur einstaklingur undir fimmtugu var þá á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Fjórtán hinna alvarlegu veiku voru óbólusettir og undir fimmtugu. Tveir voru undir fertugu. Heilt yfir voru 6.598 með virk smit í Ísrael, 121 á sjúkrahúsi, 61 í alvarlegu ástandi og fjórtán í öndunarvél. Tuttugu hafa dáið vegna Covid-19 í þessum mánuði. Í dag eru 72 í alvarlegu ástandi en aldursdreifing þeirra liggur ekki fyrir. Sjá einnig: Vonar að gripið verði til aðgerða eins fljótt og hægt er Alvarlega veikum fjölgar Í grein Times of Israel er tekið fram að alvarlega veikum hafi fjölgað úr nítján í 121 á einum mánuði, með innreið Delta-afbrigðisins í Ísrael. Í janúar, þegar faraldurinn var hvað verstur, voru rúmlega þúsund alvarlega veikir. Sami miðli vísaði í dag í umfjöllun Channel 12 í Ísrael sem birt var í sjónvarpi þar í gærkvöldi. Þar kom fram að svo virðist sem að þeir sem veikist alvarlega séu útskrifaðir eftir skemmri tíma en þekktist í upphafi ársins. Tími alvarlega veikra á sjúkrahúsi hafi farið úr tíu til tólf dögum í um átta daga. Sjá einnig: Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Nýju tölurnar ná yfir styttra tímabil en þær fyrri en þykja samt til marks um að þeir sem veikist alvarlega, veikist ekki jafn alvarlega og í fyrri bylgjum. Veikir fá þriðja skammtinn Lang flestir eldri borgarar í Ísrael fengu tvo skammta af bóluefni Pfizer. Fyrr í þessum mánuði var svo byrjað að gefa fólki með undirliggjandi sjúkdóma þriðja skammtinn. Ekki stendur til að gefa öðrum hópum þriðja skammtinn og ráðamenn í Ísrael segja það vegna þess að virkni bóluefna sé mikil. Unnið er að því að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára í Ísrael. Tölur frá heilbrigðisráðuneyti Ísraels gefa í skyn að tveir skammtar af bóluefni Pfizer sé með um 64 prósenta virkni gegn smiti en veiti 93 prósenta vörn gegn alvarlegum veikindum. TOI segir sérfræðinga í Ísrael þó ósammála um trúverðugleika þessara ganga.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira