Þegar covid.is, síða Almannavarna og Landlæknis, var uppfærð í dag lá fyrir að 115 hefðu greinst, en ekki var búið að ljúka allri vinnu við sýni gærdagsins og því lá fyrir að tala smitaðra gæti enn hækkað.
Eftir það hafa sjö bæst í hóp þeirra sem greindust í gær. Um er að ræða næstmesta fjölda sem greinst hefur með veiruna hér á landi á einum degi, en í fyrradag greindust 123 innanlands.
Þá greindust þrír á landamærunum, að sögn Hjördísar.