Enska félagið staðfestir þetta á miðlum sínum í dag og á leikmaðurinn nú bara eftir að gangast undir læknisskoðun til að hægt sé að klára félagaskiptin.
Bailey þessi er 23 ára gamall kantmaður sem kemur frá Jamaíka en hann hefur verið í lykilhlutverki í sóknarleik Leverkusen undanfarin fjögur tímabil og skoraði níu mörk í þýsku Bundesligunni á síðustu leiktíð.
Er kaupverðið talið vera í kringum 30 milljónir punda.
Aston Villa and Bayer Leverkusen have reached an agreement for the transfer of Leon Bailey subject to the player completing a medical and finalising personal terms.
— Aston Villa (@AVFCOfficial) July 31, 2021
Þykir þetta renna stoðum undir að Jack Grealish, skærasta stjarna Aston Villa, sé að yfirgefa félagið og ganga í raðir Manchester City en meistararnir hafa lagt fram 100 milljón punda kauptilboð í enska landsliðsmanninn.