Alls eru sextán inniliggjandi með Covid-19. Þar af er einn á gjörgæslu og hefur því fækkað um einn á gjörgæslu frá því í gær.
Þrjátíu sjúklingar hafa verið lagðir inn á spítalann í núverandi bylgju. Nú eru 1.351 í eftirliti á Covid göngudeild, þar af 229 börn.
Tuttugu starfsmenn spítalans eru í einangrun, tuttugu eru í sóttkví A og 114 í vinnusóttkví.
Alls greindust 116 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn fjölgar í einangrun þar sem eru nú 1.329 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er 1.941 í sóttkví.
Af þeim sem greindust með með veiruna í gær var 71 fullbólusettur, tveir hálfbólusettir og 43 óbólusettir.