Smituðum í einangrun fjölgaði um fimmtíu og níu frá því í fyrradag þar til í gær. Þá greindust fimmtíu og fimm óbólusettir smitaðir, nítíu og fjórir fullbólusettir og tveir hálfbólusettir.
Ísland var fært upp í rauðan flokk hjá Sóttvarnastofnun Evrópu í dag. Það mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavík að mati yfirlögregluþjóns. Staðan sé þó þung og breytinga þörf, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi.
BHM kallar eftir skýrri stefnumótun stjórnvalda til framtíðar sem taki mið að því að lifa með veirunni. Leggja eigi áherslu á framlengingu ýmssia úrræða fyrir fólk og fyrirtæki en ekki ótímabært aðhald í ríkisfjármálum.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar og Vísis klukkan tólf á hádegi.