„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 8. ágúst 2021 13:19 Sigríður Á. Andersen telur þörf á að breyta sóttvarnaráðstöfunum á landamærunum. vísir/hanna Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti efasemdum sínum um fyrirkomulagið á vellinum líkt og það er nú, á Twitter í gær. Í samtali við fréttastofu sagði hún vandann ekki verða leystan með því að fjölga móttökuborðum eða starfsfólki. Hún telur að aðgerðum á landamærum verði að linna. „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett gagnvart þessari veiru, nema auðvitað, eins og ég hef lagt áherslu á frá upphafi þessa faraldurs og mér heyrist sóttvarna- og smitsjúkdómasérfræðingar vera sammála um að skipti mestu máli, er að huga að persónubundnum sóttvörnum. Nú er virkilega komið að hverjum og einum að taka ábyrgð á sinni velferð. Hún telji litlum tilgangi þjóna að krefja Íslendinga um bólusetningarvottorð við komuna til landsins, þar sem tæpleg 93 prósent sextán ára og eldri hafi fengið bólusetningu. Nú þurfi að einblína á fólk sem veikist, en ekki einkennalaust fólk. „En þessar ofskimanir, sem ég myndi vilja kalla þær, á einkennalausu fólki finnast mér vera komnar úr böndunum. Menn verða að hafa þann kjark að horfast í augu við það að menn verða að stíga það skref að horfa frá þessu fyrirkomulagi. Og fara að hlúa að fólki með einkenni, og veiku fólki en ekki einkennalausu.“ Sóttvarnalæknir miðar á hjarðónæmið Sóttvarnalæknir sagðist í morgun telja að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sýnt hefði verið fram á virkni bólusetninga í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og draga úr tíðni alvarlega tilfella. „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga,“ sagði sóttvarnalæknir á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hefur áhyggjur af því að annað sitji á hakanum Sigríður segist hafa miklar áhyggjur af því að tíma og fjármunum stjórnvalda sé varið illa þegar Covid-19 vegur meira á metunum en allt annað. Hún segir að fólk einblíni um of á sín sérsvið og horfi ekki á heildarmyndina þegar kemur að aðgerðum gegn faraldrinum. Þá segir hún einnig að aðgerðirnar séu dýrar fyrir einstaklinga en ekki bara stjórnvöld. Í því sambandi nefnir hún að gríðarlega kostnaðarsamt sé fyrir fimm manna fjölskyldu að fara í hraðpróf til að mega ferðast um landamærin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti efasemdum sínum um fyrirkomulagið á vellinum líkt og það er nú, á Twitter í gær. Í samtali við fréttastofu sagði hún vandann ekki verða leystan með því að fjölga móttökuborðum eða starfsfólki. Hún telur að aðgerðum á landamærum verði að linna. „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett gagnvart þessari veiru, nema auðvitað, eins og ég hef lagt áherslu á frá upphafi þessa faraldurs og mér heyrist sóttvarna- og smitsjúkdómasérfræðingar vera sammála um að skipti mestu máli, er að huga að persónubundnum sóttvörnum. Nú er virkilega komið að hverjum og einum að taka ábyrgð á sinni velferð. Hún telji litlum tilgangi þjóna að krefja Íslendinga um bólusetningarvottorð við komuna til landsins, þar sem tæpleg 93 prósent sextán ára og eldri hafi fengið bólusetningu. Nú þurfi að einblína á fólk sem veikist, en ekki einkennalaust fólk. „En þessar ofskimanir, sem ég myndi vilja kalla þær, á einkennalausu fólki finnast mér vera komnar úr böndunum. Menn verða að hafa þann kjark að horfast í augu við það að menn verða að stíga það skref að horfa frá þessu fyrirkomulagi. Og fara að hlúa að fólki með einkenni, og veiku fólki en ekki einkennalausu.“ Sóttvarnalæknir miðar á hjarðónæmið Sóttvarnalæknir sagðist í morgun telja að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Sýnt hefði verið fram á virkni bólusetninga í að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og draga úr tíðni alvarlega tilfella. „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga,“ sagði sóttvarnalæknir á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hefur áhyggjur af því að annað sitji á hakanum Sigríður segist hafa miklar áhyggjur af því að tíma og fjármunum stjórnvalda sé varið illa þegar Covid-19 vegur meira á metunum en allt annað. Hún segir að fólk einblíni um of á sín sérsvið og horfi ekki á heildarmyndina þegar kemur að aðgerðum gegn faraldrinum. Þá segir hún einnig að aðgerðirnar séu dýrar fyrir einstaklinga en ekki bara stjórnvöld. Í því sambandi nefnir hún að gríðarlega kostnaðarsamt sé fyrir fimm manna fjölskyldu að fara í hraðpróf til að mega ferðast um landamærin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira