Fótbolti

Í­huga að fá Håland til að leysa Lewandowski af hólmi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erling Braut Håland gæti farið sömu leið og Robert Lewandowski.
Erling Braut Håland gæti farið sömu leið og Robert Lewandowski. Bernd Thissen/Getty Images

Þýskalandsmeistarar Bayern München íhuga nú kaup á Erling Braut Håland, framherja Borussia Dortmund, til að leysa hinn margreynda Robert Lewandowski af hólmi. Sá síðarnefndi kom einnig frá Dortmund á sínum tíma.

Hasan Salihamidžić, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, staðfesti í dag að félagið væri að skoða möguleikann á því að kaupa norska framherjann Erling Halaand frá Dortmund.

„Hann er toppleikmaður og frábær drengur sömuleiðis. Hann er leikmaður Dortmund en við verðum að skoða málin, annars værum við áhugamenn,“ sagði Salihamidžić í viðtali í dag.

Hinn 32 ára gamli Lewandowski er að margra mati besti framherji heims í dag en hann gekki í raðir Bayern árið 2014 á frjálsri sölu eftir að hafa leikið með Dortmund frá árinu 2010. Bæjarar eru nú þegar farnir að spá í framtíðinni og sjá hinn 21 árs gamla Håland sem fullkominn eftirmann Lewandowski.

Ef til vill ætti að spila þeim saman fyrst um sinn og ljóst er að varnarmenn Þýskalands, og Evrópu, munu frá martraðir ef það verður raunin.

Håland gekk í raðir Dortmund í ársbyrjun 2020 eftir stutt stopp hjá Red Bull Salzburg í Austurríki. Þar raðaði hann inn mörkum og hélt það áfram hjá Dortmund. Alls hefur Håland skoraði 60 mörk í 60 leikjum fyrir félagið ásamt því að leggja upp önnur 15 til viðbótar.

Norðmaðurinn hefur verið orðaður við nær öll stórlið álfunnar og vitað er að Real Madrid hefur gríðarlegan áhuga á kauða. Nú er spurning hvort Bæjarar nái að hafa nægilega hraðar hendur til að tryggja sér þjónustu framherjans áður en önnur lið koma inn í myndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×