Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 14:51 Hauggas er unnið úr gömlu sorphaugunum á Akureyri. Norðurorka Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. Nokkuð erfiðlega hefur gengið að koma metanstöðinni aftur í gang en ekki er útlit fyrir skemmdir. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt óhapp á sér stað á Akureyri en Norðurorka hefur rekið metanvinnslu við gömlu sorphaugana á Glerárdal frá árinu 2014. „Vinnugrafa tók í sundur rör og þá kemst súrefni inn í kerfið, sem er aldrei gott. Þá hitnaði í svokölluðum þurrkurum en við náðum að stoppa stöðina þegar meldingar komu um þetta,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Í kjölfarið var stöðin kæld niður og köfnunarefni dælt í gegnum kerfið til að reka súrefnið í burtu. Helgi segir að hætta hafi verið á ferðum og að óhappið sé skoðað sem alvarlegt atvik. Reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur „Þetta er hættuleg blanda af lofttegundum fyrir öll kerfin okkar,“ segir Helgi. Farið verði yfir viðbragðsáætlanir og ferla til að reyna að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Hann vill ekki gefa upp hvort einhver hætta hafi verið á sprengingu eða eldsvoða. „Ég vil eiginlega ekki úttjá mig um það, þetta er bara alvarlegt atvik og má helst ekki koma fyrir. Þarna náðum við að stoppa það áður en það fór það langt en það er alltaf alvarlegt þegar svona er.“ Helgi þakkar fyrir að búið var að kynna slökkviliðinu aðstæður á svæðinu fyrir nokkrum árum og hvernig væri best að komast að búnaðinum ef óhapp kæmi upp. Vinnslan nálgist hámarksafkastagetu Helgi segir að sífellt erfiðara reynist nú að mæta eftirspurn eftir metangasi fyrir norðan en gríðarleg aukning hefur verið í notkun metanbíla frá árinu 2014. „Þetta eru ekki endilega fólksbílarnir heldur fyrst og fremst strætisvagnar, þungabílar og okkar fimmtán vinnuflokkabílar sem aka á metan.“ Margt bendi til að búið sé að ná hámarksafkastagetu gamla sorphaugsins eins og hann er uppsettur núna. „Það er pólitískt, samfélags- og umhverfismál hvernig þetta verður höndlað áfram og hvort það er í höndum Norðurorku eða annarra. Þetta leggur auðvitað heilmikið á vogaskálarnar við að ná árangri í okkar skuldbindingum í loftlagsmálum.“ Helgi segir að næst á dagskrá sé að meta stöðuna og taka ákvörðun um framhald metanvinnslunnar. Einn möguleiki sé að reisa lífmassaver sem geti tekið við úrgangi og unnið úr því moltu, metan, lífdísil og jafnvel varma inn á hitaveitu. Nú þegar á Norðurorka hlut í jarðgerðarstöðinni Moltu og fyrirtækinu Orkey, sem framleiðir lífdísil á Akureyri úr lífrænum úrgangi. Akureyri Umhverfismál Orkumál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Nokkuð erfiðlega hefur gengið að koma metanstöðinni aftur í gang en ekki er útlit fyrir skemmdir. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt óhapp á sér stað á Akureyri en Norðurorka hefur rekið metanvinnslu við gömlu sorphaugana á Glerárdal frá árinu 2014. „Vinnugrafa tók í sundur rör og þá kemst súrefni inn í kerfið, sem er aldrei gott. Þá hitnaði í svokölluðum þurrkurum en við náðum að stoppa stöðina þegar meldingar komu um þetta,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Í kjölfarið var stöðin kæld niður og köfnunarefni dælt í gegnum kerfið til að reka súrefnið í burtu. Helgi segir að hætta hafi verið á ferðum og að óhappið sé skoðað sem alvarlegt atvik. Reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur „Þetta er hættuleg blanda af lofttegundum fyrir öll kerfin okkar,“ segir Helgi. Farið verði yfir viðbragðsáætlanir og ferla til að reyna að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Hann vill ekki gefa upp hvort einhver hætta hafi verið á sprengingu eða eldsvoða. „Ég vil eiginlega ekki úttjá mig um það, þetta er bara alvarlegt atvik og má helst ekki koma fyrir. Þarna náðum við að stoppa það áður en það fór það langt en það er alltaf alvarlegt þegar svona er.“ Helgi þakkar fyrir að búið var að kynna slökkviliðinu aðstæður á svæðinu fyrir nokkrum árum og hvernig væri best að komast að búnaðinum ef óhapp kæmi upp. Vinnslan nálgist hámarksafkastagetu Helgi segir að sífellt erfiðara reynist nú að mæta eftirspurn eftir metangasi fyrir norðan en gríðarleg aukning hefur verið í notkun metanbíla frá árinu 2014. „Þetta eru ekki endilega fólksbílarnir heldur fyrst og fremst strætisvagnar, þungabílar og okkar fimmtán vinnuflokkabílar sem aka á metan.“ Margt bendi til að búið sé að ná hámarksafkastagetu gamla sorphaugsins eins og hann er uppsettur núna. „Það er pólitískt, samfélags- og umhverfismál hvernig þetta verður höndlað áfram og hvort það er í höndum Norðurorku eða annarra. Þetta leggur auðvitað heilmikið á vogaskálarnar við að ná árangri í okkar skuldbindingum í loftlagsmálum.“ Helgi segir að næst á dagskrá sé að meta stöðuna og taka ákvörðun um framhald metanvinnslunnar. Einn möguleiki sé að reisa lífmassaver sem geti tekið við úrgangi og unnið úr því moltu, metan, lífdísil og jafnvel varma inn á hitaveitu. Nú þegar á Norðurorka hlut í jarðgerðarstöðinni Moltu og fyrirtækinu Orkey, sem framleiðir lífdísil á Akureyri úr lífrænum úrgangi.
Akureyri Umhverfismál Orkumál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira