Lífið samstarf

Íslendingar eru opnir og áhugasamir um kynlíf

Losti.is
Birna Magnúsdóttir Gustafsson kynfræðingur og Saga Lluvia Sigurðardóttir eigandi Losta.is.
Birna Magnúsdóttir Gustafsson kynfræðingur og Saga Lluvia Sigurðardóttir eigandi Losta.is. Ragnar Visage

Losti er ekki bara kynlífstækjaverslun. 

Hjá þeim Sögu Lluvia Sigurðardóttur og Birnu Magnúsdóttur Gustafsson snúast dagarnir um kynlíf en Saga á og rekur kynlífstækjaverslunina Losti.is í Borgartúni 3. Þær Saga og Birna aðstoða viðskiptavini verslunarinnar við val á kynlífstækjum og stendur Birna, sem er menntaður kynfræðingur, fyrir fræðslu um allt sem tengist kynlífi. Þær segja kynfræðslu mikilvæga og mikill munur sé á milli kynslóða.

„Þetta er mjög kynslóðaskipt, unglingarnir eru margir með allt á hreinu því kynfræðslan í skólum er að taka við sér, en svo erum við með fullorðna einstaklinga sem eru ekki bara feimnir við að snerta líkama sinn heldur líka fáfróðir um líffræðina og hvernig líkaminn virkar. Hingað koma konur um og yfir sextugt sem hafa jafnvel aldrei fengið fullnægingu,“ segir Saga. Það sé oft stórt skref fyrir eldri kynslóðir að kynna sér unaðsvörur og hvaða möguleikar eru í boði.

„Það er ákveðið skref fyrir margt fólk að ganga inn í kynlífstækjabúð og margir spyrja hvort aðrir á þeirra aldri komi hingað inn. Fólk óttast að það þyki eitthvað óeðlilegt en við getum fullvissað alla um að hingað kemur allskonar fólk og á öllum aldri.” segir Birna.

„Við hönnuðum búðina sérstaklega sem heimilislegt umhverfi og öruggt rými. Hér er hægt að setjast niður og spjalla og við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu svo fólki líði vel hér,“ segir Saga.

„Við hönnuðum búðina sérstaklega sem heimilislegt umhverfi," segir Saga.Ragnar Visage

Viðburðir og fræðandi skemmtun

Birna er með BS í kynfræði og líffræði og er að ljúka mastersnámi í menningu kringum kynlíf og hefur starfað við rannsóknir í kynfræðslu. Hún segir umræðuna í dag sem betur fer opnari en áður og komna nær því að allir hafi leyfi til að vera þeir sjálfir.

„Ég ólst upp í mjög íhaldsömu samfélagi í Bandaríkjunum þar sem aldrei var rætt um kynlíf eða kynhneigð. Ef fólk var eitthvað „öðruvísi“ þá var það heilmikið mál. Þessi bakgrunnur hefur hjálpað mér að læra að lesa í fólk. Margir burðast með eitthvað inni í sér sem þeim finnst þeir ekki geta deilt með neinum og vantar svör. Þeir geta komið hingað og fengið svör við öllu. Það er svo mikilvægt að gefa fólki leyfi til þess að vera það sjálft og fá viðurkenningu, „Það er ekkert að mér“. Þetta hljómar mjög einfalt og sjálfsagt en er mjög mikilvægt. Fræðsla er lykillinn og hún þarf heldur ekki að vera eitthvað grafalvarlegt mál. Það má alveg tala um kynlíf á léttum nótum. Kynlíf er oft fyndið,“ segir Birna.

Ragnar Visage

„Eitt af því skemmtilegasta sem við gerum er að fá fólk hér inn á viðburði og fræðslukvöld. Flestir viðburðirnir eru ekki einskorðaðir við einhvern ákveðinn hóp því mér finnst mikilvægt að fólk sem er forvitið um aðra hluti en nákvæmlega það sem það er sjálft að stunda mæti. Í stað þess að segja viðburð „fyrir karlmenn“ þá notum við til dæmis orð eins og „typpaunaður“ og þá geta allir sem vilja læra eitthvað um typpi mætt. Ég er með allskonar fræðslu, anal-kynlíf, munnmök, kynheilbrigði, hreinlæti og allskonar fleira. Oftast erum við bara með opið hús, þá þarf ekki að skrá sig,“ segir Birna.

„Kynlífsmenningin á Íslandi er mjög opin í samanburði við aðra heimshluta og mega Íslendingar vera stoltir af því . Þeir eru líka nýjungagjarnir,“ segir Saga og Birna tekur undir það, Íslendingar séu duglegir að versla kynlífstæki en það sé þó engin pressa að kaupa sem mest.

„Þetta er ekki keppni, það er engin ein leið „rétt“. Það þurfa ekki allir að kaupa stærsta eða nýjasta tækið í búðinni eða eiga fulla kistu af kynlífstækjum heima. Það er allt í lagi að vilja bara eitt lítið og einfalt tæki. Við viljum hins vegar að fólk geti forvitnast um eitthvað meira ef það vill,“ segir Birna.

Ragnar Visage

Talar um kynlíf við eldhúsborðið

„Ég ólst bæði upp í Bandaríkjunum og hér á Íslandi og á ættir að rekja til Mexíkó en ég er heppin með það hve fjölskyldan mín er rosalega opin. Ég hef til dæmis alltaf verið meðvituð um mikilvægi þess að halda grindarbotnsvöðvunum við með styrktaræfingum en það var alveg eins rætt um það eins og mikilvægi þess að fara í göngutúra eða stunda einhverskonar hreyfingu almennt. Eins hef ég alltaf átt mjög opið samtal við börnin mín um líkamann, blæðingar, kynlíf og kynvitund,“ segir Saga.

Ragnar Visage

Það hafi þó komið mörgum á óvart þegar hún ákvað að opna kynlífstækjabúð. 

„Ég á fimm börn, mann og hund, svo bættist búðin við en ég er þakklát fyrir að fá að vinna við það sem mér finnst gefandi, og skemmtilegt. Fólki finnst það reyndar mjög kómískt, að það sé gefandi að selja fólki kynlífstæki en mér finnst ég hjálpa fólki svo um munar í þeirra lífi. 

Mér finnst ekkert feimnismál að krakkarnir mínir komi hingað inn í búðina og sjái vörurnar. Ég get talað mikið um kynlif , og geri það að hluta til meðvitað því ég vil vera fyrirmynd fyrir börnin mín og að það sé mjög skýrt að kynlíf sé ekki tabú. Það má alveg eins ræða það við eldhúsborðið eins og hvað annað ef mann langar til þess en ég er með tvo unglinga á aldrinum 14 – 18 ára. Þau hafa fengið svo margar ræður um smokkinn og kynheilbrigði að það hálfa væri nóg,“ segir hún hlæjandi en bætir við að það sé svo frábært þegar börn upplifi að þau geti spurt foreldra sína um allt varðandi kynlíf.

„Það eru allskonar tilfinningar í gangi og hormónakerfið á blússandi siglingu á unglingsárunum og margt nýtt að ske, bæði líkamlega og tilfinningalega. Það er svo mikið öryggi fyrir þau að geta opnað sig við foreldra eða nána aðstandendur og þá er mikilvægt að við fullorðna fólkið höldum áfram að fræðast og kynnum okkur hvernig sé best að eiga þessi samtöl við börnin okkar. En okkur finnst mikilvægt að allt fólk á öllum aldri geti sótt sér þekkingu og leggjum mikið á okkur til að gera fræðsluna sem aðgengilegasta fyrir öll.

Ragnar Visage

Hlaðvarpsþættir og erótískar sögur

Auk þess að vera með verslun í Borgartúni og vefverslun á netinu heldur Saga einnig úti veftímariti á vegum Losta og hlaðvarpi sem finna má á helstu veitum undir heitinu Losti, þar sem er fjallað um kynlíf frá ýmsum sjónarhornum. En þar er einnig hægt að hlusta á erótískar sögur.

„Íslendingar hafa verið ótrúlega gjafmildir á sögur, þær eru í langflestum tilfellum alveg nafnlausar en það kemur alltaf “hvað” höfundur sé, til dæmis, kona á fimmtugsaldri. Okkur finnst skemmtilegt að bjóða upp á meiri fjölbreytni. Það er allt önnur upplifun að hlusta á erótíska sögu, loka augunum og nota ímyndunaraflið og geta kannski sett sjálfa sig inn í söguna,“ segir Saga.

Ragnar Visage

Nánari upplýsingar á losti.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.