Forsetinn segir skuldir Barcelona 1,35 milljarða evra: „Þeir eyddu Neymar-peningunum á ljóshraða“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2021 23:30 Laporta sat fyrir svörum á tveggja klukkustunda löngum blaðamannafundi í dag. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnustórveldisins Barcelona, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Hann segir skuldastöðu félagsins vera afleita eftir óstjórn fyrri forseta Josep Bartomeu og sakar forvera sinn um lygar. Laporta tók við sem forseti félagsins eftir sigur í kosningum í mars. Hann var áður forseti í mikilli blómatíð frá 2003 til 2010. Hann tók við á ný í mars af Josep Bartomeu, sem sat á forsetastóli frá 2014 til 2020 en á þeim tíma hefur spænska félagið gert misgóðar fjárfestingar á leikmannamarkaðnum og launakostnaður félagsins farið upp úr öllu valdi. Laporta kennir Bartomeu um hræðilega stöðu félagsins í dag, sem hann sitji nú uppi með. Meðal annars er launakostnaður félagsins 103% af tekjum þess. Hann segir Bartomeu, og stjórnarmenn félagsins í hans stjórnartíð, þurfi að svara fyrir stöðuna sem félagið er í. „Það fyrsta sem við þurftum að gera þegar við mættum til starfa var að taka lán upp á 80 milljónir evra þar sem við gátum ekki borgað launin öðruvísi. Fyrri stjórn sagði margar lygar,“ segir Laporta. „Þá komumst við einnig að því að þörf var á nauðsynlegum viðgerðum á Nou Camp, ef ekki ætti að setja áhorfendur í hættu. Þá hafði félagið fengið 50% sjónvarpstekna sinna greiddar fyrir fram.“ Laporta segir að félagið skuldi 1,35 milljarða evra og taki hann við klúbbi sem skuldar töluvert meira en virði þess er. „Virði Barcelona er neikvætt um 451 milljón evra. Það er hræðilegur arfur.“ sagði Laporta í dag. „Eins og staðan er í dag, er skuldin 1.350 milljónir evra. Fjárhagslega ástandið veldur miklum áhyggjum,“ segir Laporta. @JoanLaportaFCB: Barça has a negative net worth of 451m. pic.twitter.com/YimxbLg4Mn— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 16, 2021 Neymar-peningunum illa eytt Barcelona er svo illa statt fjárhagslega þrátt fyrir að hafa selt brasilísku stjörnuna Neymar til Paris Saint-Germain á heimsmetsfjárhæð, 222 milljónir evra, árið 2017. Bartomeu var á sínum tíma sakaður um skattsvik í tengslum við söluna en það mál féll niður og hvorki Bartomeu né Barcelona voru kærð vegna þess. Laporta segir félagið hafa illa farið með það fé. „Þeir fengu 222 milljónir evra fyrir Neymar, og eyddu því á ljóshraða og í slæmar fjárfestingar. Nú sitjum við uppi með himinháan launakostnað.“ segir Laporta. Sumarið sem Neymar var seldur keypti Barcelona Gerard Deulofeu á 12 milljónir evra, Nélson Semedo á 30 milljónir evra, Paulinho á 40 milljónir og Ousmané Dembélé á 105 milljónir (sem gat hækkað í 145). Þá var Phillippe Coutinho keyptur frá Liverpool á 120 milljónir frá Liverpool, en sú upphæð gat hækkað í 160 milljónir í janúar sama tímabil. Enginn þeirra hefur slegið í gegn á Nývangi. Þeir þrír fyrrnefndu eru horfnir á braut og enn er þess beðið að Dembélé og Coutinho komist nálægt því að standa undir risavöxnum verðmiða. Laporta: "They received 222 million for Neymar, and they spend it at the speed of light and disproportionately. And now we find ourselves with skyrocketed salaries."— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 16, 2021 Launin himinhá þrátt fyrir brottför Messi Laporta bendir þá á að launakerfi félagsins hafi einnig valdið vandræðum. Gamlir leikmenn fengu alltof há laun á alltof löngum samningum. Yngri leikmenn hafi á móti fengið skammtímasamninga. „Við komumst að því að launastefnan var í líki öfugs pýramída - þar sem gamlir leikmenn fengu langa samninga og ungir leikmenn á skammtímasamningum. Þá hafði enginn tekið á sig launalækkun - lygar.“ „Laun íþróttamanna hjá félaginu nema 617 milljón evrum, sem er 25% til 30% meira en hjá samkeppnisaðilum okkar.“ segir Laporta en þessi tala er töluvert lægri en hún væri ef Lionel Messi væri enn á mála hjá félaginu. Hann hlaut langhæstu launin hjá Börsungum sem eru talin hafa verið meira en ein milljón evra vikulega. Þakkar Piqué fyrir og býst við frekari launalækkunum Laporta þakkaði þá Gerard Piqué sérstaklega á fundinum en sá tók á sig launalækkun í vikunni. Sú lækkun gerði að verkum að Barcelona gat loks skráð nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. Þeir Memphis Depay og Eric García voru í byrjunarliði liðsins er það vann 4-2 sigur á Real Sociedad í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Þeir voru ekki skráðir fyrr en örfáum dögum fyrir leik vegna reglna spænsku úrvalsdeildarinnar sem komu í veg fyrir það sökum bágrar fjárhagsstöðu Barcelona. Laporta býst við að leikmenn á við Jordi Alba, Sergio Busquets og Sergi Roberto fari svipaða leið til að hjálpa félaginu. Það geti þá skráð Sergio Aguero í leikmannahópinn, en ekki liggur á því vegna meiðsla sem hann varð fyrir nýverið. We have a plan ... Our morale is high ... I'm full of optimism ... If we all work together, it will be very successful. President @JoanLaportaFCB pic.twitter.com/Lx7qNp1AwT— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 16, 2021 Þrátt fyrir öll vandræðin kveðst Laporta þó líta björtum augum á framtíðina. „Við erum með áætlun, stemningin er góð. Ég er fullur bjartsýni og ef við vinnum öll saman mun þetta allt saman ganga vel,“ „Ég vil senda ákall á alla stuðningsmenn félagsins og félagsmenn að standa saman. Með fótbolta og einingu er ég viss um að fram undan sé farsældartímabil,“ sagði Laporta í dag. Spænski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Laporta tók við sem forseti félagsins eftir sigur í kosningum í mars. Hann var áður forseti í mikilli blómatíð frá 2003 til 2010. Hann tók við á ný í mars af Josep Bartomeu, sem sat á forsetastóli frá 2014 til 2020 en á þeim tíma hefur spænska félagið gert misgóðar fjárfestingar á leikmannamarkaðnum og launakostnaður félagsins farið upp úr öllu valdi. Laporta kennir Bartomeu um hræðilega stöðu félagsins í dag, sem hann sitji nú uppi með. Meðal annars er launakostnaður félagsins 103% af tekjum þess. Hann segir Bartomeu, og stjórnarmenn félagsins í hans stjórnartíð, þurfi að svara fyrir stöðuna sem félagið er í. „Það fyrsta sem við þurftum að gera þegar við mættum til starfa var að taka lán upp á 80 milljónir evra þar sem við gátum ekki borgað launin öðruvísi. Fyrri stjórn sagði margar lygar,“ segir Laporta. „Þá komumst við einnig að því að þörf var á nauðsynlegum viðgerðum á Nou Camp, ef ekki ætti að setja áhorfendur í hættu. Þá hafði félagið fengið 50% sjónvarpstekna sinna greiddar fyrir fram.“ Laporta segir að félagið skuldi 1,35 milljarða evra og taki hann við klúbbi sem skuldar töluvert meira en virði þess er. „Virði Barcelona er neikvætt um 451 milljón evra. Það er hræðilegur arfur.“ sagði Laporta í dag. „Eins og staðan er í dag, er skuldin 1.350 milljónir evra. Fjárhagslega ástandið veldur miklum áhyggjum,“ segir Laporta. @JoanLaportaFCB: Barça has a negative net worth of 451m. pic.twitter.com/YimxbLg4Mn— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 16, 2021 Neymar-peningunum illa eytt Barcelona er svo illa statt fjárhagslega þrátt fyrir að hafa selt brasilísku stjörnuna Neymar til Paris Saint-Germain á heimsmetsfjárhæð, 222 milljónir evra, árið 2017. Bartomeu var á sínum tíma sakaður um skattsvik í tengslum við söluna en það mál féll niður og hvorki Bartomeu né Barcelona voru kærð vegna þess. Laporta segir félagið hafa illa farið með það fé. „Þeir fengu 222 milljónir evra fyrir Neymar, og eyddu því á ljóshraða og í slæmar fjárfestingar. Nú sitjum við uppi með himinháan launakostnað.“ segir Laporta. Sumarið sem Neymar var seldur keypti Barcelona Gerard Deulofeu á 12 milljónir evra, Nélson Semedo á 30 milljónir evra, Paulinho á 40 milljónir og Ousmané Dembélé á 105 milljónir (sem gat hækkað í 145). Þá var Phillippe Coutinho keyptur frá Liverpool á 120 milljónir frá Liverpool, en sú upphæð gat hækkað í 160 milljónir í janúar sama tímabil. Enginn þeirra hefur slegið í gegn á Nývangi. Þeir þrír fyrrnefndu eru horfnir á braut og enn er þess beðið að Dembélé og Coutinho komist nálægt því að standa undir risavöxnum verðmiða. Laporta: "They received 222 million for Neymar, and they spend it at the speed of light and disproportionately. And now we find ourselves with skyrocketed salaries."— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 16, 2021 Launin himinhá þrátt fyrir brottför Messi Laporta bendir þá á að launakerfi félagsins hafi einnig valdið vandræðum. Gamlir leikmenn fengu alltof há laun á alltof löngum samningum. Yngri leikmenn hafi á móti fengið skammtímasamninga. „Við komumst að því að launastefnan var í líki öfugs pýramída - þar sem gamlir leikmenn fengu langa samninga og ungir leikmenn á skammtímasamningum. Þá hafði enginn tekið á sig launalækkun - lygar.“ „Laun íþróttamanna hjá félaginu nema 617 milljón evrum, sem er 25% til 30% meira en hjá samkeppnisaðilum okkar.“ segir Laporta en þessi tala er töluvert lægri en hún væri ef Lionel Messi væri enn á mála hjá félaginu. Hann hlaut langhæstu launin hjá Börsungum sem eru talin hafa verið meira en ein milljón evra vikulega. Þakkar Piqué fyrir og býst við frekari launalækkunum Laporta þakkaði þá Gerard Piqué sérstaklega á fundinum en sá tók á sig launalækkun í vikunni. Sú lækkun gerði að verkum að Barcelona gat loks skráð nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. Þeir Memphis Depay og Eric García voru í byrjunarliði liðsins er það vann 4-2 sigur á Real Sociedad í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Þeir voru ekki skráðir fyrr en örfáum dögum fyrir leik vegna reglna spænsku úrvalsdeildarinnar sem komu í veg fyrir það sökum bágrar fjárhagsstöðu Barcelona. Laporta býst við að leikmenn á við Jordi Alba, Sergio Busquets og Sergi Roberto fari svipaða leið til að hjálpa félaginu. Það geti þá skráð Sergio Aguero í leikmannahópinn, en ekki liggur á því vegna meiðsla sem hann varð fyrir nýverið. We have a plan ... Our morale is high ... I'm full of optimism ... If we all work together, it will be very successful. President @JoanLaportaFCB pic.twitter.com/Lx7qNp1AwT— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 16, 2021 Þrátt fyrir öll vandræðin kveðst Laporta þó líta björtum augum á framtíðina. „Við erum með áætlun, stemningin er góð. Ég er fullur bjartsýni og ef við vinnum öll saman mun þetta allt saman ganga vel,“ „Ég vil senda ákall á alla stuðningsmenn félagsins og félagsmenn að standa saman. Með fótbolta og einingu er ég viss um að fram undan sé farsældartímabil,“ sagði Laporta í dag.
Spænski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira