Koma á útgöngubanni eftir fyrsta samfélagssmitið síðan í febrúar Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2021 07:51 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða og það strax. EPA Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákveðið að koma á útgöngubanni alls staðar í landinu eftir að einn maður greindist með kórónuveiruna í borginni Auckland. Um er að ræða fyrsta samfélagssmitið í landinu síðan í febrúar og vinna stjórnvöld þar í landi út frá því að um Delta-afbrigði veirunnar sé að ræða. Búið er að setja landið allt á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna umrædds smits. Gilda reglurnar um útgöngubann í héruðunum Auckland og Coromandel næstu sjö daga, en næstu þrjá daga í öðrum héruðum landsins. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða og það strax þar sem Delta-afbrigðið hafi breytt öllum forsendum í baráttunni við kórónuveiruna. „Við höfum séð það annars staðar hvað gerist, takist okkur ekki að ná tökum á þessu. Við höfum bara eitt tækifæri.“ Sá sem smitaðist var 58 ára karlmaður frá Devonport í Auckland. Hann fór í sýnatöku síðastliðinn laugardag. Maðurinn og eiginkona hans höfðu þá ferðast til Coromandel á föstudeginum og snúið aftur til Auckland á sunnudeginum. Í síðustu viku greindi Ardern frá því að landamæri Nýja-Sjálands verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. Frá upphafi faraldursins hafa 2.500 manns greinst með kórónuveiruna á Nýja-Sjálandi og hafa 26 dauðsföll verið rakin til Covid-19. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12. ágúst 2021 06:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Um er að ræða fyrsta samfélagssmitið í landinu síðan í febrúar og vinna stjórnvöld þar í landi út frá því að um Delta-afbrigði veirunnar sé að ræða. Búið er að setja landið allt á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna umrædds smits. Gilda reglurnar um útgöngubann í héruðunum Auckland og Coromandel næstu sjö daga, en næstu þrjá daga í öðrum héruðum landsins. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða og það strax þar sem Delta-afbrigðið hafi breytt öllum forsendum í baráttunni við kórónuveiruna. „Við höfum séð það annars staðar hvað gerist, takist okkur ekki að ná tökum á þessu. Við höfum bara eitt tækifæri.“ Sá sem smitaðist var 58 ára karlmaður frá Devonport í Auckland. Hann fór í sýnatöku síðastliðinn laugardag. Maðurinn og eiginkona hans höfðu þá ferðast til Coromandel á föstudeginum og snúið aftur til Auckland á sunnudeginum. Í síðustu viku greindi Ardern frá því að landamæri Nýja-Sjálands verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. Frá upphafi faraldursins hafa 2.500 manns greinst með kórónuveiruna á Nýja-Sjálandi og hafa 26 dauðsföll verið rakin til Covid-19.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12. ágúst 2021 06:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12. ágúst 2021 06:38