Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 20:40 Árni hefur unnið hörðum höndum að því að flytja nemendur sína frá Afganistan. Vísir Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. Undanfarna daga hafa Afganar safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl í von um að komast inn fyrir girðingarnar og um borð í flugvél til að flýja landið. Talibanar hafa staðið vörð við hliðin og jafnvel skotið á fólk í látunum. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl, hefur unnið hörðum höndum að því að koma nemendum sínum út úr landinu, sem hefur reynst erfitt verk. „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út, eða við, okkar teymi. Við erum með svakalega stórt teymi í gangi,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Hluti hópsins sér um að reyna að finna sæti fyrir nemendur skólans um borð í vélum sem eru á leið þangað, en Árni er sjálfur í því að hringja í nemendur skólans og koma þeim um borð í vélarnar. „Mitt teymi, við erum að sjá um að gera lista af krökkunum og starfsfólkinu líka, setja það af stað, hringja í fólkið, athuga hvar þau eru, hvað þau geta gert, hvort þau komist eitthvað,“ segir Árni. Þegar fólkið er svo komið annað þurfi að fá samþykki stjórnvalda í viðkomandi ríki. „Það þarf að tala við ríkisstjórnir landa til að fá samþykki að hleypa inn fólki sem er kannski ekki með vegabréf og sannarlega ekki með landvistarleyfi,“ segir hann. Aðeins sjönemendum Árna hefur tekist að flýja Afganistan en hann hefur það markmið að koma þúsund nemendum sínum, sem allir eru Afganar, úr landinu. Hann hvetur stjórnvöld hér á landi til að grípa til aðgerða. „Íslensku stjórnvöldin þurfa bara að vera sjálfstæð í sínum skoðunum og gera það sem þeim finnst vera rétt,“ segir Árni. „Við þurfum að hjálpa þessu fólki og setja þrýsting á pólitíkusana að hugsa um meira en atkvæðin sín og gera rétt.“ Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Undanfarna daga hafa Afganar safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl í von um að komast inn fyrir girðingarnar og um borð í flugvél til að flýja landið. Talibanar hafa staðið vörð við hliðin og jafnvel skotið á fólk í látunum. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl, hefur unnið hörðum höndum að því að koma nemendum sínum út úr landinu, sem hefur reynst erfitt verk. „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út, eða við, okkar teymi. Við erum með svakalega stórt teymi í gangi,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Hluti hópsins sér um að reyna að finna sæti fyrir nemendur skólans um borð í vélum sem eru á leið þangað, en Árni er sjálfur í því að hringja í nemendur skólans og koma þeim um borð í vélarnar. „Mitt teymi, við erum að sjá um að gera lista af krökkunum og starfsfólkinu líka, setja það af stað, hringja í fólkið, athuga hvar þau eru, hvað þau geta gert, hvort þau komist eitthvað,“ segir Árni. Þegar fólkið er svo komið annað þurfi að fá samþykki stjórnvalda í viðkomandi ríki. „Það þarf að tala við ríkisstjórnir landa til að fá samþykki að hleypa inn fólki sem er kannski ekki með vegabréf og sannarlega ekki með landvistarleyfi,“ segir hann. Aðeins sjönemendum Árna hefur tekist að flýja Afganistan en hann hefur það markmið að koma þúsund nemendum sínum, sem allir eru Afganar, úr landinu. Hann hvetur stjórnvöld hér á landi til að grípa til aðgerða. „Íslensku stjórnvöldin þurfa bara að vera sjálfstæð í sínum skoðunum og gera það sem þeim finnst vera rétt,“ segir Árni. „Við þurfum að hjálpa þessu fólki og setja þrýsting á pólitíkusana að hugsa um meira en atkvæðin sín og gera rétt.“
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44
Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19
Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30