Undrabarnið loks farið í frí eftir að spila á EM og Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2021 17:46 Pedri í leik gegn Real Sociedad, viku eftir að hann lék til úrslita á Ólympíuleikunum. David S. Bustamante/Getty Images Hinn 18 ára gamli Pedri spilaði stóra rullu hjá Barcelona á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir ungan aldur var hann í stóru hlutverki hjá liðinu ásamt því að taka þátt á lokakeppni EM U-21 árs landsliða í mars. Í stað þess að fara í verðskuldað sumarfrí að loknu erfiðu tímabili hélt Pedri á Evrópumótið með A-landsliði Spánar. Í kjölfarið fór hann á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan með U-23 ára liði Spáni. Pedri byrjaði alla leiki Spánar á EM þar sem liðið fór í undanúrslit en beið lægri hlut gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Raunar lék Pedri alla leiki liðsins nema einn frá upphafi til enda. Hann var tekinn af velli á 119. mínútu gegn Sviss í 8-liða úrslitum. Að mótinu loknu var Pedri valinn besti ungi leikmaður EM. Hann fékk þó ekki langan tíma til að njóta þess né svekkja sig á tapinu gegn Ítalíu þar sem hann var mættur á Ólympíuleikana aðeins nokkrum dögum síðar. Þar biðu hans önnur vonbrigði en Spánn fór alla leið í úrslit þar sem liðið beið lægri hlut gegn Brasilíu. Aftur byrjaði hann alla leiki liðsins en að þessu sinni spilaði hann „aðeins“ þrjá leiki frá upphafi til enda. Viku eftir úrslitaleikinn gegn Brasilíu var Pedri mættur í byrjunarlið Börsunga er liðið vann Real Sociedad 4-2 í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Pedri tók einnig þátt í 1-1 jafntefli Barcelona og Athletic Bilbao en hefur nú birt mynd á Instagram-síðu sinni þar sem hann sýnir að hann er loks á leið í frí. View this post on Instagram A post shared by Pedri González (@pedrigonzalez) Undir „story“ á Instagram má sjá Pedri að slaka af og njóta þess að vera kominn í vægast sagt verðskuldað frí. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Tekur sér ekki frí þrátt fyrir að hafa spilað 73 leiki á innan við ári Spænski miðjumaðurinn Pedri mun snúa aftur til æfinga hjá félagi sínu, Barcelona, á miðvikudag. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera nýbúinn að ljúka keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafa áður verið með Spáni á EM fyrr í sumar. 9. ágúst 2021 20:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Í stað þess að fara í verðskuldað sumarfrí að loknu erfiðu tímabili hélt Pedri á Evrópumótið með A-landsliði Spánar. Í kjölfarið fór hann á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan með U-23 ára liði Spáni. Pedri byrjaði alla leiki Spánar á EM þar sem liðið fór í undanúrslit en beið lægri hlut gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Raunar lék Pedri alla leiki liðsins nema einn frá upphafi til enda. Hann var tekinn af velli á 119. mínútu gegn Sviss í 8-liða úrslitum. Að mótinu loknu var Pedri valinn besti ungi leikmaður EM. Hann fékk þó ekki langan tíma til að njóta þess né svekkja sig á tapinu gegn Ítalíu þar sem hann var mættur á Ólympíuleikana aðeins nokkrum dögum síðar. Þar biðu hans önnur vonbrigði en Spánn fór alla leið í úrslit þar sem liðið beið lægri hlut gegn Brasilíu. Aftur byrjaði hann alla leiki liðsins en að þessu sinni spilaði hann „aðeins“ þrjá leiki frá upphafi til enda. Viku eftir úrslitaleikinn gegn Brasilíu var Pedri mættur í byrjunarlið Börsunga er liðið vann Real Sociedad 4-2 í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Pedri tók einnig þátt í 1-1 jafntefli Barcelona og Athletic Bilbao en hefur nú birt mynd á Instagram-síðu sinni þar sem hann sýnir að hann er loks á leið í frí. View this post on Instagram A post shared by Pedri González (@pedrigonzalez) Undir „story“ á Instagram má sjá Pedri að slaka af og njóta þess að vera kominn í vægast sagt verðskuldað frí.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Tekur sér ekki frí þrátt fyrir að hafa spilað 73 leiki á innan við ári Spænski miðjumaðurinn Pedri mun snúa aftur til æfinga hjá félagi sínu, Barcelona, á miðvikudag. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera nýbúinn að ljúka keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafa áður verið með Spáni á EM fyrr í sumar. 9. ágúst 2021 20:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Tekur sér ekki frí þrátt fyrir að hafa spilað 73 leiki á innan við ári Spænski miðjumaðurinn Pedri mun snúa aftur til æfinga hjá félagi sínu, Barcelona, á miðvikudag. Þetta gerir hann þrátt fyrir að vera nýbúinn að ljúka keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó og hafa áður verið með Spáni á EM fyrr í sumar. 9. ágúst 2021 20:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti