Viðskipti innlent

Kaupsamningum fækkar um tólf prósent milli mánaða

Árni Sæberg skrifar
Kaupsamningum fækkaði um 16 prósent milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu.
Kaupsamningum fækkaði um 16 prósent milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum í júlí 2021 samkvæmt þinglýstum gögnum. Þegar júlí 2021 er borinn saman við júní 2021 fækkar kaupsamningum um 12,2 prósent og velta lækkar um 9,2 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 16 prósent á milli mánaða og velta lækkaði um 11,8 prósent.

Fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu var 1.219 og var upphæð viðskiptanna um 66 milljarðar króna, þegar miðað er við útgáfudagsetningu.

Upplýsingar þjóðskrár eru birtar með þeim fyrirvara að ekki er enn búið að skanna og skrá alla samninga sem heyra til síðasta mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×