Lögmönnum sem reyndu að snúa við kosningaúrslitunum refsað Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2021 11:20 Sidney Powell setti fram margar framandlegar fullyrðingar um svik í forsetakosningunum í nóvember, þar á meðal að látinn forsetinn Venesúela hefði átt þátt í þeim. Hún átti engu að síður fund með Trump forseta sjálfum um baráttuna fyrir dómstólum til að hnekkja úrslitum kosninganna. AP/Ben Margot Alríkisdómari í Michigan í Bandaríkjunum fyrirskipaði að hópi lögmanna sem höfðuðu mál til að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember til stuðnings Donalds Trump verði refsað. Taldi hann lögmennina hafa misnotað réttarkerfið. Þegar sigur Joes Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í nóvember varð ljós slengdi Trump fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn. Trump hafði þá um margra mánaða skeið alið á tortryggni í garð póst- og utankjörfundaratkvæða sem mörg ríki liðkuðu sérstaklega fyrir til að draga úr smithættu í kórónuveirufaraldrinum. Stuðningsmenn Trump í fjölda ríkja þar sem hann tapaði naumlega höfðuðu aragrúa dómsmála með vafasömum ásökunum um svik, misferli og misræmi í kosningunum. Þeir voru nær alls staðar gerðir afturreka með þau mál enda voru engar haldbærar sannanir fyrir þeim ásökunum til staðar. Hópur lögmanna hliðhollur Trump höfðaði mál fyrir hönd sex repúblikana til að snúa við úrslitunum í Michigan. Í stefnunni hélt hann því fram að svik hefðu einkennt sigur Biden og bað hópurinn dómarann um að lýsa Trump sigurvegara í staðinn. Dómarinn hafnaði kröfunni og sagði stefnendurna aðeins hafa lagt fram vangaveltur og tilbúning máli sínu til stuðnings um að atkvæði sem voru greidd Trump hefðu verið eyðilögð, þeim hent eða breytt. Stoðlausar ásakanir um stórfelld svik Lögmennirnir sjúpa nú seyðið af því að hafa lagt stefnuna fram. Alríkisdómarinn í Michigan sem hafnaði stefnunni komst að þeirri niðurstöðu í gær að málið sem lögmennirnir höfðuðu hefði falið í sér „sögulega og djúpstæða misnotkun á réttarkerfinu“. Lögmennirnir, þar á meðal Sidney Powell og L. Lin Wood, sem voru framarlega í flokki stuðningsmanna Trump í slagnum eftir kosningarnar, hafi lagt fram fullyrðingar fyrir dómi sem voru ekki studdar sönnunargögnum og að þeir hafi ekki gert þá áreiðanleikakönnun á fullyrðingum sínum sem lög gera ráð fyrir áður en þeir settu fram ásakanir um stórfelld kosningasvik í Michigan. „Pólitískar ásakanir, staðhæfingar og vafasamar leikaðferðir sem lögmenn stefnanda beittu kunna að njóta verndar fyrsta viðauka [stjórnarskrár Bandaríkjanna um tjáningarfrelsi] þegar þær eru birtar á Twitter, deilt á Telegram eða endurteknar í sjónvarpi. Dómstólar þjóðarinnar eru aftur á móti til þess að taka fyrir raunverulegar málsástæður,“ sagði í áliti Lindu V. Parker, alríkisumdæmisdómara. L. Lin Wood fór mikinn um svikabrigsl eftir kosningarnar. Hann kallaði meðal annars eftir því að Mike Pence, varaforseti, yrði handtekinn fyrir landráð og tekinn af lífi fyrir að taka ekki þátt í herferð Trump til að snúa við kosningaúrslitunum.AP/Ben Margot Send í endurmenntun og vísað til aganefnda Dómarinn fyrirskipaði að lögmennirnir skyldu greiða málskostnað Detroit-borgar og Michigan-ríkis við málaferlin og að þeir skyldu sækja endurmenntunarnámskeið í lögfræði. Vísaði dómarinn máli lögmannanna jafnframt til aganefnda lögmanna í þeim ríkjum þar sem þeir hafa lögmannsréttindi. Þær nefndir gætu hafið rannsókn sem gæti á endanum leitt til þess að þeir væru sviptir lögmannsréttindum, að sögn Washington Post. Powell og Wood eru ekki fyrstu stuðningsmenn Trump sem hafa fengið ákúrur frá dómurum vegna framferðis síns eftir kosningar. Rudy Giuliani, persónlegur lögmaður Trump, var sviptur lögmannsréttindum í New York í sumar fyrir að leggja fram „sannanlega rangar og misvísandi fullyrðingar“ sem væru ógn við almenning. Í Colorado refsaði dómari tveimur lögmönnum sem hugðust leggja fram hópmálsókn fyrir hönd allra Bandaríkjamanna þar sem þeir héldu því fram að meiriháttar samsæri hafi átt sér stað um að stela kosningunum frá Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að vera orðinn forseti aftur í ágúst Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur sagt nokkrum fjölda fólks að hann geri ráð fyrir að verða settur aftur í embætti forseta fyrir ágúst á þessu ári. Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári fyrir Joe Biden, sem var kjörinn til fjögurra ára. 2. júní 2021 09:25 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30 Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þegar sigur Joes Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í nóvember varð ljós slengdi Trump fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn. Trump hafði þá um margra mánaða skeið alið á tortryggni í garð póst- og utankjörfundaratkvæða sem mörg ríki liðkuðu sérstaklega fyrir til að draga úr smithættu í kórónuveirufaraldrinum. Stuðningsmenn Trump í fjölda ríkja þar sem hann tapaði naumlega höfðuðu aragrúa dómsmála með vafasömum ásökunum um svik, misferli og misræmi í kosningunum. Þeir voru nær alls staðar gerðir afturreka með þau mál enda voru engar haldbærar sannanir fyrir þeim ásökunum til staðar. Hópur lögmanna hliðhollur Trump höfðaði mál fyrir hönd sex repúblikana til að snúa við úrslitunum í Michigan. Í stefnunni hélt hann því fram að svik hefðu einkennt sigur Biden og bað hópurinn dómarann um að lýsa Trump sigurvegara í staðinn. Dómarinn hafnaði kröfunni og sagði stefnendurna aðeins hafa lagt fram vangaveltur og tilbúning máli sínu til stuðnings um að atkvæði sem voru greidd Trump hefðu verið eyðilögð, þeim hent eða breytt. Stoðlausar ásakanir um stórfelld svik Lögmennirnir sjúpa nú seyðið af því að hafa lagt stefnuna fram. Alríkisdómarinn í Michigan sem hafnaði stefnunni komst að þeirri niðurstöðu í gær að málið sem lögmennirnir höfðuðu hefði falið í sér „sögulega og djúpstæða misnotkun á réttarkerfinu“. Lögmennirnir, þar á meðal Sidney Powell og L. Lin Wood, sem voru framarlega í flokki stuðningsmanna Trump í slagnum eftir kosningarnar, hafi lagt fram fullyrðingar fyrir dómi sem voru ekki studdar sönnunargögnum og að þeir hafi ekki gert þá áreiðanleikakönnun á fullyrðingum sínum sem lög gera ráð fyrir áður en þeir settu fram ásakanir um stórfelld kosningasvik í Michigan. „Pólitískar ásakanir, staðhæfingar og vafasamar leikaðferðir sem lögmenn stefnanda beittu kunna að njóta verndar fyrsta viðauka [stjórnarskrár Bandaríkjanna um tjáningarfrelsi] þegar þær eru birtar á Twitter, deilt á Telegram eða endurteknar í sjónvarpi. Dómstólar þjóðarinnar eru aftur á móti til þess að taka fyrir raunverulegar málsástæður,“ sagði í áliti Lindu V. Parker, alríkisumdæmisdómara. L. Lin Wood fór mikinn um svikabrigsl eftir kosningarnar. Hann kallaði meðal annars eftir því að Mike Pence, varaforseti, yrði handtekinn fyrir landráð og tekinn af lífi fyrir að taka ekki þátt í herferð Trump til að snúa við kosningaúrslitunum.AP/Ben Margot Send í endurmenntun og vísað til aganefnda Dómarinn fyrirskipaði að lögmennirnir skyldu greiða málskostnað Detroit-borgar og Michigan-ríkis við málaferlin og að þeir skyldu sækja endurmenntunarnámskeið í lögfræði. Vísaði dómarinn máli lögmannanna jafnframt til aganefnda lögmanna í þeim ríkjum þar sem þeir hafa lögmannsréttindi. Þær nefndir gætu hafið rannsókn sem gæti á endanum leitt til þess að þeir væru sviptir lögmannsréttindum, að sögn Washington Post. Powell og Wood eru ekki fyrstu stuðningsmenn Trump sem hafa fengið ákúrur frá dómurum vegna framferðis síns eftir kosningar. Rudy Giuliani, persónlegur lögmaður Trump, var sviptur lögmannsréttindum í New York í sumar fyrir að leggja fram „sannanlega rangar og misvísandi fullyrðingar“ sem væru ógn við almenning. Í Colorado refsaði dómari tveimur lögmönnum sem hugðust leggja fram hópmálsókn fyrir hönd allra Bandaríkjamanna þar sem þeir héldu því fram að meiriháttar samsæri hafi átt sér stað um að stela kosningunum frá Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að vera orðinn forseti aftur í ágúst Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur sagt nokkrum fjölda fólks að hann geri ráð fyrir að verða settur aftur í embætti forseta fyrir ágúst á þessu ári. Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári fyrir Joe Biden, sem var kjörinn til fjögurra ára. 2. júní 2021 09:25 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30 Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Gerir ráð fyrir að vera orðinn forseti aftur í ágúst Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur sagt nokkrum fjölda fólks að hann geri ráð fyrir að verða settur aftur í embætti forseta fyrir ágúst á þessu ári. Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári fyrir Joe Biden, sem var kjörinn til fjögurra ára. 2. júní 2021 09:25
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20
Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30
Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22