Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2021 10:45 Apple stýrir því algerlega hvaða snjallforrit notendur Iphone-síma geta sótt sér. Öll forrit þurfa að fara í gegnum Appstore-verslunina og Apple tekur þóknanir fyrir greiðslur sem fara fram í gegnum hana. Vísir/EPA Samkomulag sem tæknirisinn Apple hefur gert við hóp hugbúnaðarfyrirtækja gerir þeim síðarnefndu kleift að rukka viðskiptavini snjallforrita þeirra beint í stað þess að nota greiðslukerfi Apple. Málaferli standa nú yfir þar sem Apple er sakað um samkeppnisbrot vegna viðskiptahátta forritaverslunar fyrirtækisins. Apple gerir öllum hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit fyrir stýrikerfi Iphone-síma að selja þau í gegnum Appstore-forritaverslunina. Fyrirtækin verða einnig að nota greiðslukerfi þar sem Apple tekur 30% þóknun af öllum greiðslum. Epic Games, framleiðandi tölvuleiksins vinsæla Fornite, stefndi Apple í kjölfar þess að leiknum var úthýst í Appstore vegna þess að fyrirtækið byggði eigin greiðslukerfi fyrir viðskipti innan leiksins. Krefst Epic Games þess fyrir dómi að notendur Iphone fái að sækja snjallforrit utan Appstore. Niðurstaða liggur enn ekki fyrir í því máli en nú hefur Apple gert samkomulag til að freista þess að friða hóp smærri hugbúnaðarfyrirtækja sem þróa snjallforrit fyrir Ios-stýrikerfið. Með samkomulaginu fá fyrirtækin leyfi til að hvetja viðskiptavini sína til að greiða fyrir þjónustu í forritum fyrir utan Appstore, að sögn New York Times. Það geta þau gert með tölvupósti eða öðrum hætti en fyrirtækjunum verður áfram bannað að beina viðskiptinavinum sínum í önnur greiðslukerfi í forritunum sjálfum. Auk þess ætlar Apple að stofna sjóð til að greiða litlum hugbúnaðarfyrirtækjum og lofa að hækka ekki þóknun sem það tekur af greiðslum í Appstore hjá minni fyrirtækjum. Þóknunin var lækkuð úr 30% í 15% í að minnsta kosti þrjú ár í fyrra. Stærri hugbúnaðarfyrirtæki þurfa að greiða hærri þókanir til Apple en þau mótmæla enn viðskiptaháttunum. Tónlistarveitan Spotify og Match Group sem á stefnumótaforritið Tinder styðja Epic Games í málaferlunum við Apple. Apple Tengdar fréttir Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit. 21. maí 2021 14:07 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Apple gerir öllum hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit fyrir stýrikerfi Iphone-síma að selja þau í gegnum Appstore-forritaverslunina. Fyrirtækin verða einnig að nota greiðslukerfi þar sem Apple tekur 30% þóknun af öllum greiðslum. Epic Games, framleiðandi tölvuleiksins vinsæla Fornite, stefndi Apple í kjölfar þess að leiknum var úthýst í Appstore vegna þess að fyrirtækið byggði eigin greiðslukerfi fyrir viðskipti innan leiksins. Krefst Epic Games þess fyrir dómi að notendur Iphone fái að sækja snjallforrit utan Appstore. Niðurstaða liggur enn ekki fyrir í því máli en nú hefur Apple gert samkomulag til að freista þess að friða hóp smærri hugbúnaðarfyrirtækja sem þróa snjallforrit fyrir Ios-stýrikerfið. Með samkomulaginu fá fyrirtækin leyfi til að hvetja viðskiptavini sína til að greiða fyrir þjónustu í forritum fyrir utan Appstore, að sögn New York Times. Það geta þau gert með tölvupósti eða öðrum hætti en fyrirtækjunum verður áfram bannað að beina viðskiptinavinum sínum í önnur greiðslukerfi í forritunum sjálfum. Auk þess ætlar Apple að stofna sjóð til að greiða litlum hugbúnaðarfyrirtækjum og lofa að hækka ekki þóknun sem það tekur af greiðslum í Appstore hjá minni fyrirtækjum. Þóknunin var lækkuð úr 30% í 15% í að minnsta kosti þrjú ár í fyrra. Stærri hugbúnaðarfyrirtæki þurfa að greiða hærri þókanir til Apple en þau mótmæla enn viðskiptaháttunum. Tónlistarveitan Spotify og Match Group sem á stefnumótaforritið Tinder styðja Epic Games í málaferlunum við Apple.
Apple Tengdar fréttir Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit. 21. maí 2021 14:07 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit. 21. maí 2021 14:07