Danska landsliðið fordæmir aðstæður í Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 09:01 Kasper Schmeichel og Simon Kjær hafa verið í aðahlutverki með danska landsliðinu undanfarin ár. Lars Ronbog/Getty Images Leikmenn danska landsliðsins sem og knattspyrnusamband Danmerkur, DBU, fordæma aðstæður í Katar þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram á næsta ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu liðsins í aðdraganda leikja í undankeppni HM. Í yfirlýsingu á vef danska knattspyrnusambandsins er greint frá því að leikmannaráð landsliðsins hafi fundað með formanni sambandsins og forráðamönnum þess. Meðal þess sem var rætt var til að mynda bág staða verkafólks í Katar. Leikmennirnir taka undir gagnrýndi sambandsins á aðstæður í landinu. „Eftir frábært Evrópumót þá hlakkar okkur til að komast á lokakeppni HM á nýjan leik. Sem fyrirliði verð ég þó að segja að við, leikmennirnir, ákváðum ekki að HM 2022 yrði spilað í Katar. Við erum mjög gagnrýnir á bága stöðu mannréttinda í landinu,“ sagði Simon Kjær, fyrirliði danska landsliðsins, um málið. „Við höfum opinberlega tjáð okkur um málið oftar en einu sinni en nú þurfum við að einbeita okkur að leiknum sjálfum, á vellinum, og reyna komast á lokakeppni HM. Við þurfum að leyfa DBU að sjá um pólitísk átök utan vallar,“ bætti hann við. DBU's ledelse vil gå forrest for bedre menneskerettigheder i Qatar. Herrelandsholdets spillerråd og spillere bakker op om DBU's holdninger og handlinger. https://t.co/1vUPafzqzx— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) August 31, 2021 Jesper Møller, formaður DBU, fagnar því að sambandið hafi stuðning leikmanna liðsins í þessu máli. „DBU og leikmenn danska landsliðsins komu ekki nálægt þeirri ákvörðun að halda HM í Katar. Þetta er umdeild ákvörðun og það eru enn mörg vandamál á sjóndeildarhringnum. Sérstaklega hvað varðar mannréttindi. Frá 2015 höfum við í samráði við aðrar Norðurlandaþjóðir höfum við reynt að breyta þeim hlutum sem við getum í Katar. Það er okkar skylda að berjast fyrir bættri stöðu mannréttinda í Katar,“ sagði Møller, að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Danmörk Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Í yfirlýsingu á vef danska knattspyrnusambandsins er greint frá því að leikmannaráð landsliðsins hafi fundað með formanni sambandsins og forráðamönnum þess. Meðal þess sem var rætt var til að mynda bág staða verkafólks í Katar. Leikmennirnir taka undir gagnrýndi sambandsins á aðstæður í landinu. „Eftir frábært Evrópumót þá hlakkar okkur til að komast á lokakeppni HM á nýjan leik. Sem fyrirliði verð ég þó að segja að við, leikmennirnir, ákváðum ekki að HM 2022 yrði spilað í Katar. Við erum mjög gagnrýnir á bága stöðu mannréttinda í landinu,“ sagði Simon Kjær, fyrirliði danska landsliðsins, um málið. „Við höfum opinberlega tjáð okkur um málið oftar en einu sinni en nú þurfum við að einbeita okkur að leiknum sjálfum, á vellinum, og reyna komast á lokakeppni HM. Við þurfum að leyfa DBU að sjá um pólitísk átök utan vallar,“ bætti hann við. DBU's ledelse vil gå forrest for bedre menneskerettigheder i Qatar. Herrelandsholdets spillerråd og spillere bakker op om DBU's holdninger og handlinger. https://t.co/1vUPafzqzx— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) August 31, 2021 Jesper Møller, formaður DBU, fagnar því að sambandið hafi stuðning leikmanna liðsins í þessu máli. „DBU og leikmenn danska landsliðsins komu ekki nálægt þeirri ákvörðun að halda HM í Katar. Þetta er umdeild ákvörðun og það eru enn mörg vandamál á sjóndeildarhringnum. Sérstaklega hvað varðar mannréttindi. Frá 2015 höfum við í samráði við aðrar Norðurlandaþjóðir höfum við reynt að breyta þeim hlutum sem við getum í Katar. Það er okkar skylda að berjast fyrir bættri stöðu mannréttinda í Katar,“ sagði Møller, að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Danmörk Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira