Fótbolti

„Hannes var hundfúll og það er bara jákvætt“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson sat á varamannabekknum gegn Rúmeníu í kvöld.
Hannes Þór Halldórsson sat á varamannabekknum gegn Rúmeníu í kvöld. vísir/vilhelm

Arnar Þór Viðarsson segir að valið á Rúnari Alex Rúnarssyni fram yfir Hannes Þór Halldórsson hafi tengst því hvernig hann vildi sjá íslenska liðið spila gegn Rúmeníu í kvöld. Hann segir að Hannes hafi að sjálfsögðu viljað byrja leikinn.

„Ég var mjög ánægður með Rúnar Alex. Við vildum pressa hátt, fara hátt og vissum að þeir myndu líka vilja gera það. Þá ertu að leita að ákveðnum eiginleikum. Í fjögur til fimm skipti tók Rúnar Alex boltann á sínum vítateig og verja vörnina sem stendur hátt,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi eftir 0-2 tapið fyrir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 í kvöld.

„Þetta var erfið ákvörðun varðandi Rúnar og Hannes. Ég ákvað að nota Rúnar núna vegna ákveðinna eiginleika hans. Hannes er betri í ákveðnum hlutum og Rúnar í öðrum.“ 

Ísland mætir Norður-Makedóníu á sunnudaginn. Ekki liggur fyrir hver stendur í íslenska markinu í þeim leik.

„Hannes var hundfúll og það er bara jákvætt. Við bara ræddum það og svo getur verið að við tökum aðra ákvörðun á sunnudag,“ sagði Arnar Þór.


Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Birkir Már skástur í gjörbreyttu liði

Mikið breytt lið Íslands frá fyrstu leikjunum í undankeppni HM karla í fótbolta náði ekki að koma í veg fyrir 2-0 tap gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli. Birkir Már Sævarsson stóð upp úr í einkunnagjöf Vísis.

Jóhann Berg: Gríðar­legt svekk­elsi

„Bara gríðarlegt svekkelsi. Fannst fyrri hálfleikurinn flottur hjá okkur, við fáum gott færi sem við klárum á venjulegum degi. Þá er þetta allt annar leikur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, eftir svekkjandi 0-2 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld.

Ekkert VAR á Laugardalsvelli í kvöld

Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu þegar að Ísland tekur á móti Rúmenum á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstakir VAR dómarar frá Rússlandi áttu að sjá um myndbandsdómgæslu í kvöld, en bilun í tæknibúnaði UEFA kemur í veg fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×