Fótbolti

Erfið staða í riðlinum eftir þriðja markalausa tapið í fjórum leikjum: Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason komst næst því að skora fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hér er hann í góðu færi en skot hans fór framhjá.
Birkir Bjarnason komst næst því að skora fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hér er hann í góðu færi en skot hans fór framhjá. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í næst neðsta sæti riðilsins eftir fjórar umferðir en liðið tapaði 2-0 á móti Rúmeníu í kvöld.

Íslensku strákarnir unnu 4-1 sigur á Liechtenstein, neðsta liði riðilsins, en hafa tapað hinum þremur leikjunum með markatölunni 0-7.

Íslenska liðið lék oft ágætlega saman út á vellinum en tókst ekki að enda lofandi sóknir sínar nógu vel og var síðan refsað af skynsömu og þolinmóðu rúmensku liði.

Íslenska liðið er með þrjú stig eftir fjórar umferðir, þremur stigum á eftir Rúmenum sem eru sæti ofar í fjórða sæti riðilsins. Það eru síðan sex stig í Þýskaland í öðru sætinu og sjö stig í topplið Armena. Ísland og botnlið Liechtenstein eru einu liðin í riðlinum með neikvæða markatölu.

Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, var á leiknum á Laugardalsvellinum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir neðan.

Andri Lucas Guðjohnsen lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði íslenska liðsins.Vísir/Hulda Margrét
Rúmenar refsuðu íslenska liðinu fyrir mistök í vörninni.Vísir/Hulda Margrét
Tólfan þagði fyrstu tólf mínútur leiksins en byrjaði síðan á Víkingaklappinu fræga.Vísir/Hulda Margrét
Jón Dagur Þorsteinsson reynir skot í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Birkir Már Sævarsson lék sinn 99. landsleik og átti fínan leik.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×