Fótbolti

Walesverjar án 13 leikmanna þegar liðið mætir Hvíta-Rússlandi á morgun

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Walesverjar verða án 13 leikmanna þegar að liðið mætir Hvíta-Rússlandi á morgun.
Walesverjar verða án 13 leikmanna þegar að liðið mætir Hvíta-Rússlandi á morgun. Marcio Machado/Eurasia Sport Images/Getty Images

Walesverjar heimsækja Hvíta-Rússland í E-riðli undankeppni HM 2022 á morgun, en liðið verður án 13 leikmanna. Sjö þeirra eru frá vegna meiðsla eða veikinda.

Ljóst er að Wales mun mæta með nokkuð vængbrotið lið til leiks þegar að liðið mætir Hvít-Rússum á morgun, enliðin eru jöfn í þriðja og fjórða sæti riðilsins með þrjú stig.

Wales hefur þó aðeins leikið tvo leiki í riðlinum, en það er tveimur leikjum minna en Belgar og Tékkar sem eru í efstu tveim sætunum með tíu og sjö stig.

Meðal þeirra leikmanna sem ekki geta tekið þátt vegna meiðsla eru þeir Aaron Ramsey, leikmaður Juventus, Tottenham maðurinn Joe Rodon og varnarmaður Liverpool, Neco Williams.

Þá greindist markmaðurinn Adam Davies með kórónaveiruna og framherjinn Kieffer Moore er í sóttkví eftir að hafa verið í mikilli nálægð við Davies.

Þrír leikmenn liðsins geta ekki ferðast í leikinn þar sem að þeir hafa ekki fengið ferðamannavisa og Harry Wilson, fyrrum leikmaður Liverpool, er í banni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×