Óvænt samkeppni og bekkjarseta en gæti orðið mikilvægasta tímabilið á ferlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2021 11:00 Torbjørn Bergerud og Viktor Gísli Hallgrímsson mynda markvarðapar GOG. getty/Martin Rose/vísir/andri marinó Staða Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá danska úrvalsdeildarliðinu GOG breyttist talsvert í sumar þegar það fékk Torbjørn Bergerud, markvörð norska landsliðsins, til sín. Viktor segir að það hafi tekið tíma að venjast breyttu hlutverki hjá GOG en vonast til að þetta tímabil gæti reynst mikilvægt í framtíðinni. Bergerud kom til GOG frá Flensburg þar sem hann vann meðal annars þýska meistaratitilinn. Bergerud, sem er 27 ára, er í hópi bestu markvarða heims og hefur átt stóran þátt í góðum árangri norska landsliðsins á undanförnum árum. Með komu Norðmannsins færðist Viktor aftar í goggunarröðina hjá GOG. „Það hefur verið mjög áhugavert að æfa með honum og bera sig saman við hann. Þetta hefur verið mjög skemmtilegur mánuður en aðeins öðruvísi að sitja á bekknum. Ég hef ekki gert það oft á mínum ferli og alltaf fengið að spila mikið,“ sagði Viktor við Vísi. Landsliðsmarkvörðinn unga grunar þó að þetta tímabil geti nýst vel í framtíðinni. „Þetta verður öðruvísi tímabil og kannski erfitt andlega en ég held að ég geti lært ógeðslega mikið á því að vera annar markvörður. Þetta ár gæti orðið það þegar ég horfi til baka og sagt að þetta hafi verið mikilvægasta tímabilið á ferlinum,“ sagði Viktor. Í gær var greint frá því að Viktor hefði samið við Nantes í Frakklandi. Hann fer þangað eftir tímabilið. Viktor, sem er 21 árs, hefur leikið með GOG síðan 2019. Danski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Bergerud kom til GOG frá Flensburg þar sem hann vann meðal annars þýska meistaratitilinn. Bergerud, sem er 27 ára, er í hópi bestu markvarða heims og hefur átt stóran þátt í góðum árangri norska landsliðsins á undanförnum árum. Með komu Norðmannsins færðist Viktor aftar í goggunarröðina hjá GOG. „Það hefur verið mjög áhugavert að æfa með honum og bera sig saman við hann. Þetta hefur verið mjög skemmtilegur mánuður en aðeins öðruvísi að sitja á bekknum. Ég hef ekki gert það oft á mínum ferli og alltaf fengið að spila mikið,“ sagði Viktor við Vísi. Landsliðsmarkvörðinn unga grunar þó að þetta tímabil geti nýst vel í framtíðinni. „Þetta verður öðruvísi tímabil og kannski erfitt andlega en ég held að ég geti lært ógeðslega mikið á því að vera annar markvörður. Þetta ár gæti orðið það þegar ég horfi til baka og sagt að þetta hafi verið mikilvægasta tímabilið á ferlinum,“ sagði Viktor. Í gær var greint frá því að Viktor hefði samið við Nantes í Frakklandi. Hann fer þangað eftir tímabilið. Viktor, sem er 21 árs, hefur leikið með GOG síðan 2019.
Danski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira