Fótbolti

Uppselt á leikinn við Þýskaland

Sindri Sverrisson skrifar
Íslenska liðið ætti að fá ágætan stuðning annað kvöld þó að ekki verði 9.800 manns eins og mögulegt væri ef ekki væri fyrir samkomutakmarkanir.
Íslenska liðið ætti að fá ágætan stuðning annað kvöld þó að ekki verði 9.800 manns eins og mögulegt væri ef ekki væri fyrir samkomutakmarkanir. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Ljóst er að 3.600 áhorfendur gætu mætt á leik Íslands og Þýskalands á Laugardalsvelli annað kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Uppselt er á leikinn.

KSÍ var með 2.400 miða í boði á leiki Íslands við Rúmeníu og Norður-Makedóníu, þar sem áhorfendur sátu í 12 sóttvarnarhólfum. 

Vegna góðrar reynslu af framkvæmd leikjanna var ákveðið að bæta við fjórum hólfum í austurstúku og tveimur í vesturstúku, eða samtals plássi fyrir 1.200 manns, fyrir leikinn við Þýskaland.

Miðarnir fóru í sölu í gær og samkvæmt tilkynningu frá KSÍ er nú uppselt.

Stöðuna í riðlinum og komandi leiki má sjá hér að neðan:

Staðan í riðlinum og leikir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×