Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Grikkland 1-1 | Sprellimark Kolbeins Þórðarsonar skilaði stigi Andri Már Eggertsson skrifar 7. september 2021 20:05 Það var mikil gleði í liðinu þegar Kolbeinn gerði fyrsta mark leiksins. Vísir/Bára Dröfn Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri gerðu 1-1 jafntefli gegn Grikklandi. Bæði mörk leiksins litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Kolbeinn Þórðarson gerði fyrsta mark leiksins sem var í skrautlegri kanntinum. Fotios Ioannidis jafnaði leikinn fyrir Grikklandi undir lok fyrri hálfleiks, fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Leikurinn fór heldur rólega af stað, gestirnir frá Grikklandi héldu boltanum mikið innan liðsins en komust lítið sem ekkert inn á síðasta þriðjung til að byrja með leiks. Eftir tæplega fimmtán mínútna leik átti Vasilis Sourlis góðan skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri, skalli hans fór í slánna, Grikkirnir voru hins vegar ekki sáttir með að fá ekki markið gilt þar sem þeim fannst boltinn vera allur kominn inn fyrir línuna. Leikmenn Grikklands héldu áfram að sækja í sig veðrið. Ekki leið á löngu þar til Elías Rafn Ólafsson varði frábærlega skalla frá Ioannis-Folvos Botos. Kolbeinn Þórðarson, fyrirliði liðsins gerði fyrsta mark leiksins þar sem hann átti skot lengst utan af velli sem fór hreinlega í gegnum Kostas Tzolakis markmann Grikkja, sem átti að gera talsvert betur. Mikael Egill Ellertsson var skömmu síðar hársbreidd frá því að koma liðinu tveimur mörkum yfir þegar Kristian Nökkvi Hlynsson átti góða sendingu inn fyrir vörn Grikkja þar sem Mikael Egill lét verja frá sér einn gegn Kostas Tzolakis sem gerði vel í að verja. Á 45. mínútu átti Giannis Michailidis sendingu fram völlinn milli hafsenta íslenska liðsins og beint á Fotios Ioannidis sem renndi boltanum framhjá Elíasi Rafni, í sömu andrá flautaði dómari leiksins til hálfleiks þar sem staðan var jöfn 1-1. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Ísland kom vel skipulagt inn í seinni hálfleikinn sem gerði það að verkum að Grikkirnir opnuðu íslensku vörnina lítið sem ekkert. Íslenska liðið hélt meira í boltann í seinni hálfleik heldur en þeir höfðu gert í þeim fyrri. Þeir sköpuðu nokkrar ágætis stöður á vellinum til að koma inn marki en það virtist vanta meiri vilja til að sækja sigurinn. 1-1 jafntefli var því niðurstaðan og strákarnir hafa því fengið 4 stig í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni EM sem fram fer 2023. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli Fjörið var í fyrri hálfleik. Þar var leikurinn kaflaskiptur, gestirnir fengu nokkur dauðafæri og virtustu yfir spila liðið á þeim tímapunkti en mark Kolbeins sem kom upp úr engu kveikti neista í íslenska liðinu. Íslensku strákarnir svöruðu vel marki Grikkja sem var alveg undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur var því mikil skák þar sem bæði lið gáfu fá færi á sig. Hverjir stóðu upp úr? Kristian Nökkvi Hlynsson átti góða spretti í leiknum og átti þó nokkrar sendingar sem vel hefðu getað orðið að stoðsendingum ef meðspilar hans hefðu nýtt færin betur. Kolbeinn Þórðarson skoraði heldur ódýrt mark en markið var mikið vítamín inn í liðið þar sem þeir spiluðu talsvert betur eftir að hafa komist yfir. Ásamt því þá tók Kolbeinn mikið til sín á miðjunni og spilaði heilt yfir vel. Hvað gekk illa? Leikmenn Grikklands voru oftar en ekki töluvert sterkari en þeir íslensku. Flest öll föstu leikatriði Grikklands sköpuðu usla sem gestirnir hefðu getað nýtt sér betur. Bæði mörkin komu eftir klaufaleg mistök. Fyrst fór skot Kolbeins í gegnum Kostas Tzolakis markmann Grikklands. Fotios Ioannidis fór heldur auðveldlega í gegnum varnarmenn Íslands þegar hann jafnaði leikinn. Hvað gerist næst? Þessum landsleikja glugga er lokið hjá strákunum í U-21. Næsti leikur Íslands er gegn Portúgal þann 12. október næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður leikinn á Würth-vellinum. Davíð Snorri: Er heilt yfir sáttur með uppskeruna í þessum tveimur leikjum Davíð Snorri Jónsson þjálfari Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri var nokkuð jákvæður í svörum eftir leik. „Jafntefli var gaf líklega rétta mynd af leiknum. Þeir voru betri aðilinn til að byrja með en síðan komum við okkur betur inn í leikinn. Ég er hungraður þjálfari sem vill alltaf vinna en þetta var líklegast sanngjörn niðurstaða," sagði Davíð Snorri eftir leik. Grikkland voru talsvert líklegri til að gera fyrsta mark leiksins en mark Kolbeins gaf íslenska liðinu kraft sem breytti leiknum. „Við náðum ekki að fylgja eftir því sem við gerðum vel í síðasta leik. Leikurinn í dag var mikil skák, markið gaf okkur kraft en það var mjög svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark rétt fyrir hálfleik." „Við lærum af þessu marki sem við fengum á okkur undir lok fyrri hálfleiks," sagði Davíð Snorri um mark Grikklands rétt áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Davíð Snorri var ánægður með hvernig liðið kom inn í seinni hálfleik og hrósaði þar varnarleik liðsins í hástert. Davíð Snorri var nokkuð brattur um þá uppskeru sem hans lið hafa fengið eftir fyrstu tvo leikna í undankeppni EM 2023. „Við vildum sex stig en svona er þetta. Við hittumst í fyrsta skipti fyrir níu dögum og því er ég heilt yfir sáttur með gluggann," sagði Davíð Snorri að lokum. Fótbolti
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri gerðu 1-1 jafntefli gegn Grikklandi. Bæði mörk leiksins litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Kolbeinn Þórðarson gerði fyrsta mark leiksins sem var í skrautlegri kanntinum. Fotios Ioannidis jafnaði leikinn fyrir Grikklandi undir lok fyrri hálfleiks, fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Leikurinn fór heldur rólega af stað, gestirnir frá Grikklandi héldu boltanum mikið innan liðsins en komust lítið sem ekkert inn á síðasta þriðjung til að byrja með leiks. Eftir tæplega fimmtán mínútna leik átti Vasilis Sourlis góðan skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri, skalli hans fór í slánna, Grikkirnir voru hins vegar ekki sáttir með að fá ekki markið gilt þar sem þeim fannst boltinn vera allur kominn inn fyrir línuna. Leikmenn Grikklands héldu áfram að sækja í sig veðrið. Ekki leið á löngu þar til Elías Rafn Ólafsson varði frábærlega skalla frá Ioannis-Folvos Botos. Kolbeinn Þórðarson, fyrirliði liðsins gerði fyrsta mark leiksins þar sem hann átti skot lengst utan af velli sem fór hreinlega í gegnum Kostas Tzolakis markmann Grikkja, sem átti að gera talsvert betur. Mikael Egill Ellertsson var skömmu síðar hársbreidd frá því að koma liðinu tveimur mörkum yfir þegar Kristian Nökkvi Hlynsson átti góða sendingu inn fyrir vörn Grikkja þar sem Mikael Egill lét verja frá sér einn gegn Kostas Tzolakis sem gerði vel í að verja. Á 45. mínútu átti Giannis Michailidis sendingu fram völlinn milli hafsenta íslenska liðsins og beint á Fotios Ioannidis sem renndi boltanum framhjá Elíasi Rafni, í sömu andrá flautaði dómari leiksins til hálfleiks þar sem staðan var jöfn 1-1. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Ísland kom vel skipulagt inn í seinni hálfleikinn sem gerði það að verkum að Grikkirnir opnuðu íslensku vörnina lítið sem ekkert. Íslenska liðið hélt meira í boltann í seinni hálfleik heldur en þeir höfðu gert í þeim fyrri. Þeir sköpuðu nokkrar ágætis stöður á vellinum til að koma inn marki en það virtist vanta meiri vilja til að sækja sigurinn. 1-1 jafntefli var því niðurstaðan og strákarnir hafa því fengið 4 stig í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni EM sem fram fer 2023. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli Fjörið var í fyrri hálfleik. Þar var leikurinn kaflaskiptur, gestirnir fengu nokkur dauðafæri og virtustu yfir spila liðið á þeim tímapunkti en mark Kolbeins sem kom upp úr engu kveikti neista í íslenska liðinu. Íslensku strákarnir svöruðu vel marki Grikkja sem var alveg undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur var því mikil skák þar sem bæði lið gáfu fá færi á sig. Hverjir stóðu upp úr? Kristian Nökkvi Hlynsson átti góða spretti í leiknum og átti þó nokkrar sendingar sem vel hefðu getað orðið að stoðsendingum ef meðspilar hans hefðu nýtt færin betur. Kolbeinn Þórðarson skoraði heldur ódýrt mark en markið var mikið vítamín inn í liðið þar sem þeir spiluðu talsvert betur eftir að hafa komist yfir. Ásamt því þá tók Kolbeinn mikið til sín á miðjunni og spilaði heilt yfir vel. Hvað gekk illa? Leikmenn Grikklands voru oftar en ekki töluvert sterkari en þeir íslensku. Flest öll föstu leikatriði Grikklands sköpuðu usla sem gestirnir hefðu getað nýtt sér betur. Bæði mörkin komu eftir klaufaleg mistök. Fyrst fór skot Kolbeins í gegnum Kostas Tzolakis markmann Grikklands. Fotios Ioannidis fór heldur auðveldlega í gegnum varnarmenn Íslands þegar hann jafnaði leikinn. Hvað gerist næst? Þessum landsleikja glugga er lokið hjá strákunum í U-21. Næsti leikur Íslands er gegn Portúgal þann 12. október næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður leikinn á Würth-vellinum. Davíð Snorri: Er heilt yfir sáttur með uppskeruna í þessum tveimur leikjum Davíð Snorri Jónsson þjálfari Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri var nokkuð jákvæður í svörum eftir leik. „Jafntefli var gaf líklega rétta mynd af leiknum. Þeir voru betri aðilinn til að byrja með en síðan komum við okkur betur inn í leikinn. Ég er hungraður þjálfari sem vill alltaf vinna en þetta var líklegast sanngjörn niðurstaða," sagði Davíð Snorri eftir leik. Grikkland voru talsvert líklegri til að gera fyrsta mark leiksins en mark Kolbeins gaf íslenska liðinu kraft sem breytti leiknum. „Við náðum ekki að fylgja eftir því sem við gerðum vel í síðasta leik. Leikurinn í dag var mikil skák, markið gaf okkur kraft en það var mjög svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark rétt fyrir hálfleik." „Við lærum af þessu marki sem við fengum á okkur undir lok fyrri hálfleiks," sagði Davíð Snorri um mark Grikklands rétt áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Davíð Snorri var ánægður með hvernig liðið kom inn í seinni hálfleik og hrósaði þar varnarleik liðsins í hástert. Davíð Snorri var nokkuð brattur um þá uppskeru sem hans lið hafa fengið eftir fyrstu tvo leikna í undankeppni EM 2023. „Við vildum sex stig en svona er þetta. Við hittumst í fyrsta skipti fyrir níu dögum og því er ég heilt yfir sáttur með gluggann," sagði Davíð Snorri að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti