Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2021 11:45 Þjálfaratíð Hansi Flick hjá þýska landsliðinu, þar sem hann var reyndar lengi aðstoðarþjálfari, hófst á tveimur sigrum og hann ætlar að sækja þann þriðja til Íslands. Getty/Tom Weller Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. Flick og hans menn fljúga til Íslands síðdegis í dag og staldra því stutt við á landinu. Þjóðverjar unnu Liechtenstein 2-0 í fyrsta leik sínum undir stjórn þessa fyrrverandi stjóra Bayern München, og völtuðu svo yfir Armeníu 6-0 og tóku þannig af Armenum efsta sæti J-riðils í undankeppni HM. Á meðan tapaði Ísland 2-0 fyrir Rúmeníu og gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu en Flick gerði sitt á blaðamannafundi í dag til að sýna að ekki stæði til að vanmeta íslenska liðið: „Ísland sýndi hvað í það er spunnið með því að jafna metin gegn Norður-Makedóníu. Við vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning frá sínum stuðningsmönnum sem ýta þeim áfram. Þetta er mikið lið sem verst afar vel en getur sótt hratt fram þegar það vinnur boltann, farið fram kantana og átt hættulegar fyrirgjafir. Þeir eru með sterka leikmenn og skapandi fram á við, hafa fjölbreyttar aðferðir og við þurfum að gæta vel að okkur,“ sagði Flick. Vitum að það er uppbygging í gangi Ljóst er að sex leikmenn sem voru í byrjunarliði Íslands í 3-0 tapinu gegn Þýskalandi ytra í mars eru ekki í landsliðshópnum núna, af ýmsum ástæðum. Flick lét það ekki trufla sig: „Við vitum að það eru breytingar hjá Íslandi og uppbygging í gangi. Við einbeitum okkur samt fyrst og fremst að okkur sjálfum, eins og í síðustu leikjum. Auðvitað erum við búnir að greina íslenska liðið og reyna að sjá hvar er mögulega hægt að finna auð svæði til að nýta, en aðalatriðið á okkar æfingum er að hugsa um hvað við sjálfir ætlum að gera. Við hugsum ekki svo mikið um mótherjana.“ Aðspurður hverja hann teldi lykilmenn íslenska liðsins í dag, í fjarveru manna á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og fleiri, svaraði Flick: „Það er liðið sjálft. Við höfum ekki skoðað einstaka leikmenn en ég þekki einn og einn, og veit um þá sem hafa spilað í Þýskalandi. En fyrir mér er aðalatriðið að mitt lið sé einbeitt, að við sýnum góða frammistöðu og nálgumst leikinn rétt. Það skiptir öllu máli hve mikil gæði við sjálfir sýnum. Við vitum að Ísland er með gott lið.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Flick og hans menn fljúga til Íslands síðdegis í dag og staldra því stutt við á landinu. Þjóðverjar unnu Liechtenstein 2-0 í fyrsta leik sínum undir stjórn þessa fyrrverandi stjóra Bayern München, og völtuðu svo yfir Armeníu 6-0 og tóku þannig af Armenum efsta sæti J-riðils í undankeppni HM. Á meðan tapaði Ísland 2-0 fyrir Rúmeníu og gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu en Flick gerði sitt á blaðamannafundi í dag til að sýna að ekki stæði til að vanmeta íslenska liðið: „Ísland sýndi hvað í það er spunnið með því að jafna metin gegn Norður-Makedóníu. Við vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning frá sínum stuðningsmönnum sem ýta þeim áfram. Þetta er mikið lið sem verst afar vel en getur sótt hratt fram þegar það vinnur boltann, farið fram kantana og átt hættulegar fyrirgjafir. Þeir eru með sterka leikmenn og skapandi fram á við, hafa fjölbreyttar aðferðir og við þurfum að gæta vel að okkur,“ sagði Flick. Vitum að það er uppbygging í gangi Ljóst er að sex leikmenn sem voru í byrjunarliði Íslands í 3-0 tapinu gegn Þýskalandi ytra í mars eru ekki í landsliðshópnum núna, af ýmsum ástæðum. Flick lét það ekki trufla sig: „Við vitum að það eru breytingar hjá Íslandi og uppbygging í gangi. Við einbeitum okkur samt fyrst og fremst að okkur sjálfum, eins og í síðustu leikjum. Auðvitað erum við búnir að greina íslenska liðið og reyna að sjá hvar er mögulega hægt að finna auð svæði til að nýta, en aðalatriðið á okkar æfingum er að hugsa um hvað við sjálfir ætlum að gera. Við hugsum ekki svo mikið um mótherjana.“ Aðspurður hverja hann teldi lykilmenn íslenska liðsins í dag, í fjarveru manna á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og fleiri, svaraði Flick: „Það er liðið sjálft. Við höfum ekki skoðað einstaka leikmenn en ég þekki einn og einn, og veit um þá sem hafa spilað í Þýskalandi. En fyrir mér er aðalatriðið að mitt lið sé einbeitt, að við sýnum góða frammistöðu og nálgumst leikinn rétt. Það skiptir öllu máli hve mikil gæði við sjálfir sýnum. Við vitum að Ísland er með gott lið.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira