Fótbolti

Reus ekki með í fluginu til Íslands

Sindri Sverrisson skrifar
Marco Reus var valinn í fyrsta landsliðshóp Hansi Flick en verður ekki með gegn Íslandi vegna meiðsla.
Marco Reus var valinn í fyrsta landsliðshóp Hansi Flick en verður ekki með gegn Íslandi vegna meiðsla. Getty/Tom Weller

Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta.

Reus ferðast ekki með þýska hópnum til Íslands síðar dag vegna hnémeiðsla. Reus, sem er fyrirliði Dortmund, er þriðji leikmaður Dortmund til að meiðast í þessu landsleikjahléi en Belginn Thomas Meunier og Bandaríkjamaðurinn Giovanni Reyna hafa einnig meiðst.

Ridle Baku, leikmaður Wolfsburg, er ekki heldur í þýska hópnum sem kemur til Íslands.

Af helstu stjörnum þýska liðsins sem væntanlegt er til landsins má nefna menn á borð við markvörðinn Manuel Neuer, Leon Goretzka, Joshua Kimmich, Timo Werner, Serge Gnabry, Ilkay Gündogan, Kai Havertz og Leroy Sané en leikmannahópinn má sjá hér.


Tengdar fréttir

Uppselt á leikinn við Þýskaland

Ljóst er að 3.600 áhorfendur gætu mætt á leik Íslands og Þýskalands á Laugardalsvelli annað kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Uppselt er á leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×