Gerum okkur grein fyrir því að við verðum minna með boltann á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 17:01 Arnar Þór Viðarsson reiknar ekki með að Ísland verði mikið með boltann á morgun. Getty „Held það þurfi ekki að segja fólki hversu góðir Þjóðverjarnir eru og geta verið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, um leik liðsins á morgun er Þýskaland mætir á Laugardalsvöll. Þýskaland er á toppi J-riðils með 12 stig eftir fimm leiki á meðan Ísland er með fjögur stig. Óvænt tap gegn Norður-Makedóníu í 3. umferð undankeppninnar er eina skiptið þar sem Þýskaland hefur tapað stigum. „Þjóðverjar hafa undanfarin 10 ár þróað leik sinn í átt að nútíma knattspyrnu. Þeir eru mjög sókndjarfir og geta spilað mismunandi leikkerfi. Það hafa verið ákveðnar áherslubreytingar milli síðustu tveggja leikja hjá þeim.“ Joachim Löw hætti sem þjálfari þýska liðsins að Evrópumótinu loknu og Hansi Flick tók við. Undir hans stjórn hefur Þýskaland unnið 6-0 sigur á Armeníu og 2-0 sigur á Liechtenstein. Arnar Þór segir þýska liðið nokkuð svipað og við höfum séð undanfarin ár. „Það eru samt að spila svipað og þeir gerðu undir fyrrum þjálfara. Það hefur ekki mikið breyst. Þeir vilja sækja á mörgum mönnum. Það er mikil hreyfing án bolta. Þeir reyna að finna sömu svæði sóknarlega og vilja pressa hátt.“ „Til að við getum náð í jákvæð úrslit þurfum við að vera þéttir og loka ákveðnum svæðum mjög vel. Við þurfum að vera mjög duglegir og þurfum að geta fært liðið mjög hratt. Þá þurfum við að nýta okkur hraðar sóknir þegar tækifæri gefst. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum mun minna með boltann á morgun,“ sagði Arnar Þór að endingu. Ísland mætir Þýskalandi klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45 Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00 Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Þýskaland er á toppi J-riðils með 12 stig eftir fimm leiki á meðan Ísland er með fjögur stig. Óvænt tap gegn Norður-Makedóníu í 3. umferð undankeppninnar er eina skiptið þar sem Þýskaland hefur tapað stigum. „Þjóðverjar hafa undanfarin 10 ár þróað leik sinn í átt að nútíma knattspyrnu. Þeir eru mjög sókndjarfir og geta spilað mismunandi leikkerfi. Það hafa verið ákveðnar áherslubreytingar milli síðustu tveggja leikja hjá þeim.“ Joachim Löw hætti sem þjálfari þýska liðsins að Evrópumótinu loknu og Hansi Flick tók við. Undir hans stjórn hefur Þýskaland unnið 6-0 sigur á Armeníu og 2-0 sigur á Liechtenstein. Arnar Þór segir þýska liðið nokkuð svipað og við höfum séð undanfarin ár. „Það eru samt að spila svipað og þeir gerðu undir fyrrum þjálfara. Það hefur ekki mikið breyst. Þeir vilja sækja á mörgum mönnum. Það er mikil hreyfing án bolta. Þeir reyna að finna sömu svæði sóknarlega og vilja pressa hátt.“ „Til að við getum náð í jákvæð úrslit þurfum við að vera þéttir og loka ákveðnum svæðum mjög vel. Við þurfum að vera mjög duglegir og þurfum að geta fært liðið mjög hratt. Þá þurfum við að nýta okkur hraðar sóknir þegar tækifæri gefst. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum mun minna með boltann á morgun,“ sagði Arnar Þór að endingu. Ísland mætir Þýskalandi klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45 Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00 Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. 7. september 2021 11:45
Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær. 7. september 2021 13:00
Reus ekki með í fluginu til Íslands Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 7. september 2021 11:55