Fótbolti

Aron Einar byrjaður að spila: „Vissum ekki hvernig þetta myndi ganga fyrir sig“

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í umspilsleik gegn Rúmeníu í fyrrahaust.
Aron Einar Gunnarsson í umspilsleik gegn Rúmeníu í fyrrahaust. vísir/hulda margrét

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að þó að Aron Einar Gunnarsson sé byrjaður að spila með Al Arabi þá hafi ekki verið nægilega góðar forsendur fyrir því að velja hann í landsliðshópinn fyrir tveimur vikum vegna veikinda.

Arnar var spurður út í það á blaðamannafundi í dag hvers vegna fyrirliðinn Aron Einar væri farinn að spila með Al Arabi en hefði ekki verið valinn í yfirstandandi landsliðsverkefni. Þjálfarinn sagði ákvörðunina hafa verið tekna þar sem Aron hefði ekki verið leikfær fyrir leikinn við Rúmeníu síðasta fimmtudag.

Þegar Arnar tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir leikina við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland sagðist hann hafa beðið með það fram á síðustu stundu að ákveða hvort Aron yrði í hópnum eða ekki. Niðurstaðan varð sú að Aron yrði ekki með.

Aron lék því sínar fyrstu mínútur á þessu tímabili með Al Arabi á sunnudag þegar hann kom inn á í sautján mínútur í bikarleik gegn Al Sailiya í Katar.

„Eins og við töluðum um þegar við tilkynntum hópinn þá var Aron með Covid og var búinn að vera slappur – á undirbúningstímabili. Á þeim tímapunkti var alveg ljóst að hann yrði ekki leikfær fyrir fyrsta leik og við vissum ekki hvernig þetta myndi ganga fyrir sig,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag fyrir leikinn við Þýskaland annað kvöld.


Tengdar fréttir

Jóhann Berg klár í slaginn gegn Þjóðverjum

Íslenska karlandsliðið í knattspyrnu saknaði Jóhanns Bergs Guðmundssonar sárlega í leiknum gegn Norður-Makedóníu en mun endurheimta hann í leiknum gegn Þýskalandi á morgun.

Hefur áhrif á Ísland að vera án lykilmanna en þekki ekki ástæðurnar

Leon Goretzka, miðjubuff Bayern München og þýska landsliðsins, segir það að sjálfsögðu hafa áhrif á íslenska landsliðið að í það vanti lykilleikmenn. Hann kvaðst hins vegar ekki þekkja ástæður þess að þeir yrðu ekki með á Laugardalsvelli á morgun og vildi því ekki tjá sig um þær.

Reus ekki með í fluginu til Íslands

Marco Reus skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Þýskaland í 6-0 sigrinum gegn Armeníu á sunnudaginn en verður ekki með gegn Íslandi annað kvöld, í undankeppni HM í fótbolta.

Uppselt á leikinn við Þýskaland

Ljóst er að 3.600 áhorfendur gætu mætt á leik Íslands og Þýskalands á Laugardalsvelli annað kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Uppselt er á leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×