Grikkir stöðvuðu sigurgöngu Svía | Ítalir með stórsigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2021 21:39 Ítalir unnu stórsigur í kvöld og tróna á toppi C-riðils. Emmanuele Ciancaglini/Quality Sport Images/Getty Images Íslendingar voru ekki þeir einu sem léku í undankeppni HM 2022 í kvöld, en ásamt leik Íslands fóru ellefu aðrir leikir fram. Svíar töpuðu sínum fyrsta leik í B-riðli þegar að liðið mætti Grikkjum. Anastasios Bakasetas og Evangelos Pavlidis skoruðu mörk Grikkja í 2-1 sigri liðsins, en Robin Quaison skoraði mark Svía. Í sama riðli unnu Spánverjar öruggan 2-0 sigur gegn Kósovó þar sem að Pablo Fornals og Ferran Torres sáu um markaskorun leiksins. Spánverjar eru nú með fjögurra stiga forskot á Svía sem sitja í öðru sæti með níu stig. Í C-riðli tróna Ítalir á toppnum eftir 5-0 sigur gegn Litháen. Moise Kean skoraði tvö mörk fyrir ítalska liðið í kvöld og Giacomo Raspadori og Giovanni Di Lorenzo skoruðu sitt markið hvor, en Edgaras Utkus varð fyrir því óláni að koma Ítölum í 2-0 þegar hann skoraði sjálfsmark. Walesverjum mistókst að hrifsa til sín annað sætið í E-riðli þegar að liðið gerði markalaust jafntefli gegn Eistum og Belgar sigla lygnan sjó á toppi riðilsins með 16 stig eftir 1-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi. Dennis Praet skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik. Í I-riðli er mikil spenna eftir leiki kvöldins þar sem að aðeins tveim stigum munar á öðru og fjórða sæti. Englendingar tróna þó á toppnum, fjórum stigum fyrir ofan Albaníu sem situr í öðru sæti. Í riðli okkar Íslendinga, J-riðli, gerðu Norður-Makedónía og Rúmenía markalaust jafntefli og Liechtenstein náði í sitt fyrsta stig þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Armeníu. HHenrikh Mkhitaryan hafði komið Armeníu yfir af vítapunktinum rétt fyrir hálflei, en Noah Frick jafnaði metin fyrir Liechtenstein þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Úrslit kvöldsins B-riðill Grikkland 2-1 Svíþjóð Kósovó 0-2 Spánn C-riðill Ítalía 5-0 Litháen Norður-Írland 0-0 Sviss E-riðill Hvíta-Rússland 0-1 Belgía Wales 0-0 Eistland I-riðill Albanía 5-0 San Marínó Ungverjaland 2-1 Andorra Pólland 1-1 England J-riðill Armenía 1-1 Liechtenstein Ísland 0-4 Þýskaland Norður-Makedónía 0-0 Rúmenía HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Svíar töpuðu sínum fyrsta leik í B-riðli þegar að liðið mætti Grikkjum. Anastasios Bakasetas og Evangelos Pavlidis skoruðu mörk Grikkja í 2-1 sigri liðsins, en Robin Quaison skoraði mark Svía. Í sama riðli unnu Spánverjar öruggan 2-0 sigur gegn Kósovó þar sem að Pablo Fornals og Ferran Torres sáu um markaskorun leiksins. Spánverjar eru nú með fjögurra stiga forskot á Svía sem sitja í öðru sæti með níu stig. Í C-riðli tróna Ítalir á toppnum eftir 5-0 sigur gegn Litháen. Moise Kean skoraði tvö mörk fyrir ítalska liðið í kvöld og Giacomo Raspadori og Giovanni Di Lorenzo skoruðu sitt markið hvor, en Edgaras Utkus varð fyrir því óláni að koma Ítölum í 2-0 þegar hann skoraði sjálfsmark. Walesverjum mistókst að hrifsa til sín annað sætið í E-riðli þegar að liðið gerði markalaust jafntefli gegn Eistum og Belgar sigla lygnan sjó á toppi riðilsins með 16 stig eftir 1-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi. Dennis Praet skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik. Í I-riðli er mikil spenna eftir leiki kvöldins þar sem að aðeins tveim stigum munar á öðru og fjórða sæti. Englendingar tróna þó á toppnum, fjórum stigum fyrir ofan Albaníu sem situr í öðru sæti. Í riðli okkar Íslendinga, J-riðli, gerðu Norður-Makedónía og Rúmenía markalaust jafntefli og Liechtenstein náði í sitt fyrsta stig þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Armeníu. HHenrikh Mkhitaryan hafði komið Armeníu yfir af vítapunktinum rétt fyrir hálflei, en Noah Frick jafnaði metin fyrir Liechtenstein þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Úrslit kvöldsins B-riðill Grikkland 2-1 Svíþjóð Kósovó 0-2 Spánn C-riðill Ítalía 5-0 Litháen Norður-Írland 0-0 Sviss E-riðill Hvíta-Rússland 0-1 Belgía Wales 0-0 Eistland I-riðill Albanía 5-0 San Marínó Ungverjaland 2-1 Andorra Pólland 1-1 England J-riðill Armenía 1-1 Liechtenstein Ísland 0-4 Þýskaland Norður-Makedónía 0-0 Rúmenía
B-riðill Grikkland 2-1 Svíþjóð Kósovó 0-2 Spánn C-riðill Ítalía 5-0 Litháen Norður-Írland 0-0 Sviss E-riðill Hvíta-Rússland 0-1 Belgía Wales 0-0 Eistland I-riðill Albanía 5-0 San Marínó Ungverjaland 2-1 Andorra Pólland 1-1 England J-riðill Armenía 1-1 Liechtenstein Ísland 0-4 Þýskaland Norður-Makedónía 0-0 Rúmenía
HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira