Gætu annað 40% af raforkuþörf Bandaríkjanna með sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 23:44 Mikil vöxtur hefur verið í sólarorku í Bandaríkjunum undanfarin ár. Orkumálaráðuneyti þeirra telur að hægt væri að framleiða stærstan hluta rafmagns með geilsum sólar fyrir miðja öldina vegna þess hversu hratt sólskildir hafa lækkað í verði. AP/Hans Pennink Mögulegt er að framleiða allt að 40% alls rafmagns í Bandaríkjunum með sólarorku innan fimmtán ára samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar. Til þess þyrfti þó meiriháttar fjárfestingu í raforkukerfinu. Í skýrslu sem orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir ríkisstjórn Joes Biden er útskýrt hvernig hægt væri að tífalda framleiðslu sólarorkuvera á tiltölulega skömmum tíma. AP-fréttastofan segir að skýrslan sé ekki opinber stefna Bandaríkjastjórnar heldur sé henni ætlað að vísa veginn um þróun í sólarorku næsta áratuginn. Jennifer Granholm, orkumálaráðherra, segir að skýrslan sýni að sólarorka, sem sé ódýrasta uppspretta endurnýjanlegrar orku og sú sem vex hraðast í Bandaríkjunum, gæti vel framleitt nægilegt rafmagn til að knýja öll heimili í landinu fyrir árið 2035. Allt að ein og hálf milljón manna gæti haft atvinnu í sólarorkuiðnaðinum. Grettistaki þyrfti að lyfta til þess að hægt væri að auka framleiðsluna svona mikið og á svo skömmum tíma. Tvöfalda þyrfti framleiðslu á sólarorku á hverju ári næstu fjögur árin og svo tvöfalda það magn aftur fyrir árið 2030, að sögn New York Times. Húseigendur, fyrirtæki og stjórnvöld þyrftu að fjárfesta biljónir dollara og umbylta þyrfti raforkudreifikerfinu sem er nær algerlega hannað fyrir kol, gas og kjarnorkuver. Þá þyrfti að bæta við rafhlöðum, flutningslínum og annarri tækni til að dreifa rafmagni eftir því hvar sólin skín hverju sinni. Joe Biden ræði við fjölmiðla í New York eftir að leifar fellibyljarins Idu ollu usla þar. Hann segir að náttúruhamfarir eins og Idasýni nauðsyn þess að taka baráttuna gegn loftslagsbreytingum föstum tökum.AP/Evan Vucci Þarf að draga hratt úr losun til að ná loftslagsmarkmiðum Met var slegið þegar sólarorkuframleiðsla jókst um fimmtán gígavött í Bandaríkjunum í fyrra. Um 3% af rafmagni í Bandaríkjunum er nú framleitt með sólarorku. Um fimmtungur af rafmagnsframleiðslunnar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Gas og kol eru heil sextíu prósent hennar. Þrátt fyrir að miklu þurfi til að tjalda til að hægt sé að umbylta raforkukerfi Bandaríkjanna á svo skömmum tíma er það nákvæmlega það sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir að þurfi að gerast til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Jafnvel í þeim sviðsmyndum þar sem þjóðir heims draga hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, ná kolefnishlutleysi og byrja að soga kolefni úr lofthjúpnum gæti hlýnun jarðar náð 1,5°C strax á næsta áratug. Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins var að halda hlýnun innan þeirra marka. Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja ná kolefnishlutleysi í orkugeiranum fyrir árið 2035. Þá hefur hann lagt fram áform um að stórfjölga vindmyllum við strendur og að helmingur allra bíla sem verða seldir árið 2030 verði knúnir rafmagni. Bandaríkin Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Í skýrslu sem orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir ríkisstjórn Joes Biden er útskýrt hvernig hægt væri að tífalda framleiðslu sólarorkuvera á tiltölulega skömmum tíma. AP-fréttastofan segir að skýrslan sé ekki opinber stefna Bandaríkjastjórnar heldur sé henni ætlað að vísa veginn um þróun í sólarorku næsta áratuginn. Jennifer Granholm, orkumálaráðherra, segir að skýrslan sýni að sólarorka, sem sé ódýrasta uppspretta endurnýjanlegrar orku og sú sem vex hraðast í Bandaríkjunum, gæti vel framleitt nægilegt rafmagn til að knýja öll heimili í landinu fyrir árið 2035. Allt að ein og hálf milljón manna gæti haft atvinnu í sólarorkuiðnaðinum. Grettistaki þyrfti að lyfta til þess að hægt væri að auka framleiðsluna svona mikið og á svo skömmum tíma. Tvöfalda þyrfti framleiðslu á sólarorku á hverju ári næstu fjögur árin og svo tvöfalda það magn aftur fyrir árið 2030, að sögn New York Times. Húseigendur, fyrirtæki og stjórnvöld þyrftu að fjárfesta biljónir dollara og umbylta þyrfti raforkudreifikerfinu sem er nær algerlega hannað fyrir kol, gas og kjarnorkuver. Þá þyrfti að bæta við rafhlöðum, flutningslínum og annarri tækni til að dreifa rafmagni eftir því hvar sólin skín hverju sinni. Joe Biden ræði við fjölmiðla í New York eftir að leifar fellibyljarins Idu ollu usla þar. Hann segir að náttúruhamfarir eins og Idasýni nauðsyn þess að taka baráttuna gegn loftslagsbreytingum föstum tökum.AP/Evan Vucci Þarf að draga hratt úr losun til að ná loftslagsmarkmiðum Met var slegið þegar sólarorkuframleiðsla jókst um fimmtán gígavött í Bandaríkjunum í fyrra. Um 3% af rafmagni í Bandaríkjunum er nú framleitt með sólarorku. Um fimmtungur af rafmagnsframleiðslunnar kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Gas og kol eru heil sextíu prósent hennar. Þrátt fyrir að miklu þurfi til að tjalda til að hægt sé að umbylta raforkukerfi Bandaríkjanna á svo skömmum tíma er það nákvæmlega það sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir að þurfi að gerast til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Jafnvel í þeim sviðsmyndum þar sem þjóðir heims draga hratt úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, ná kolefnishlutleysi og byrja að soga kolefni úr lofthjúpnum gæti hlýnun jarðar náð 1,5°C strax á næsta áratug. Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins var að halda hlýnun innan þeirra marka. Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst vilja ná kolefnishlutleysi í orkugeiranum fyrir árið 2035. Þá hefur hann lagt fram áform um að stórfjölga vindmyllum við strendur og að helmingur allra bíla sem verða seldir árið 2030 verði knúnir rafmagni.
Bandaríkin Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira