Það gekk nær allt upp er þýska landsliðið spilaði það íslenska sundur og saman í undankeppni HM á Laugardalsvelli í gær. Lokatölur 4-0 og Þjóðverjar þar með búnir að vinna alla þrjá leikina undir stjórn nýs þjálfara. Heimferðin var hins vegar aðeins vandasamari.
The German national team are "fine" after their plane was forced to suddenly divert to Edinburgh on the way back from Iceland.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 9, 2021
Eftir leikinn á Laugardalsvelli hélt þýska liðið upp á Keflavíkurflugvöll og átti flug heim á leið klukkan 01.00 í nótt, aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt þýska fjölmiðlinum Bild tók vél þýska liðsins óvænt snarpa beygju rétt yfir Bretlandseyjum og lenti í Edinborg, höfuðborg Skotlands.
„Ákveðið var að liðið myndi stoppa í Edinborg þar sem flugvél okkar verður yfirfarin og nokkrar öryggisprófanir gerðar. Við erum í góðu yfirlæti á flugstöðinni í Edinborg og öllum líður vel. Við bíðum frekari fregna,“ segir í fréttatilkynningu DFB, þýska knattspyrnusambandsins.
Our flight home has been diverted to Edinburgh in order to carry out a precautionary safety inspection on the plane.
— Germany (@DFB_Team_EN) September 9, 2021
Everyone is fine and patiently waiting while the staff go about their business calmly and professionally. Another coffee it is then! #DieMannschaft pic.twitter.com/Cqb4c1v0Hj
Þýska sambandið hefur nú rétt í þessu gefið það út að ný flugvél sé á leiðinni til að sækja leikmenn og starfslið svo ljóst er að eitthvað hefur verið að vélinni sem átti að fljúga með liðið heim.