Aalborg var komið í góða stöðu þegar Aron hætti leik og vann 38-30 sigur, eftir að hafa óvænt tapað fyrir SönderjyskE í fyrsta leik tímabilsins. Aron skoraði þrjú mörk áður en hann varð að fara af vell.
„Ég fann eitthvað í mjöðminni og vildi ekki taka neina sénsa. Við verðum að skoða það [í dag] hvað er að,“ sagði Aron við Nordjyske.
„Ég er auðvitað áhyggjufullur enda er ég ekki læknir, svo að ef maður finnur fyrir verkjum og getur ekki spilað þá verður maður áhyggjufullur. Ég fæ að vita meira á morgun þegar ég verð búinn að fara í ómskoðun,“ sagði Aron.
Hann bætti við að það hefði ekki breytt neinu ef að leikurinn í gær hefði verið jafn og allt undir – hann hefði bara ekki getað haldið leik áfram.