Fögnuðu sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með bragðaref Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 10:30 Sæti í Meistaradeild Evrópu fagnað. Vísir/Hulda Margrét Það er fátt íslenskara en að fá sér bragðaref, það er ís með allskyns nammi, þegar fagna skal stórum áfanga. Það gerðu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta sinn sem leikið verður í riðlum í keppninni. Breiðablik mætti Osijek frá Króatíu í síðari leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en í gær var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið væri að fara áfram. Breiðablik byrjaði leikinn stórkostlega, skoruðu tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum og fóru langleiðina með að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Mark snemma í síðari hálfleik kom Blikum í 3-0 og reyndust það lokatölur. Ótrúleg úrslit og ótrúlegt afrek sem ber að fagna á íslenskasta hátt í heimi. Eftir að hafa fagnað vel og innilega með liðsfélögum og stuðningsfólki sínu komu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís við í ísbúðinni Huppu og fengu sér íslenskasta rétt allra tíma, bragðaref. Tvær sáttar með úrslit kvöldsins #blix #UWCL pic.twitter.com/8SqRzRg0ZP— Ásta Eir (@astaeir) September 9, 2021 Hvað þær fengu sér í bragðarefinn fylgdi þó ekki með sögunni. Blikastúlkur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á mánudaginn kemur. Eru þær þar með ekki minni liðum en Lyon, Wolfsburg og Arsenal. Ljóst er að ekkert af þessum liðum er á leið á Kópavogs- eða Laugardalsvöll í vetur en Blikar munu spila við eitthvað af eftirfarandi liðum á næstu mánuðum: Barcelona, París Saint-Germain, Bayern München, Chelsea, Real Madríd, Juventus, Häcken, Benfica og HB Köge. Hver veit nema það verði fagnað aftur í bragðaref eftir einhverja af þessum leikjum. Fótbolti Breiðablik Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Þrenna Lacasse skaut Benfica áfram en Þórdís úr leik | Öll úrslit kvöldsins Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur hennar í Apollon Limassol frá Kýpur féllu úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap fyrir Kharkiv frá Úkraínu í kvöld. Ljóst er hvaða lið fara í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:00 Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:31 Mest lesið „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Sjá meira
Það gerðu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta sinn sem leikið verður í riðlum í keppninni. Breiðablik mætti Osijek frá Króatíu í síðari leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en í gær var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið væri að fara áfram. Breiðablik byrjaði leikinn stórkostlega, skoruðu tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum og fóru langleiðina með að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Mark snemma í síðari hálfleik kom Blikum í 3-0 og reyndust það lokatölur. Ótrúleg úrslit og ótrúlegt afrek sem ber að fagna á íslenskasta hátt í heimi. Eftir að hafa fagnað vel og innilega með liðsfélögum og stuðningsfólki sínu komu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís við í ísbúðinni Huppu og fengu sér íslenskasta rétt allra tíma, bragðaref. Tvær sáttar með úrslit kvöldsins #blix #UWCL pic.twitter.com/8SqRzRg0ZP— Ásta Eir (@astaeir) September 9, 2021 Hvað þær fengu sér í bragðarefinn fylgdi þó ekki með sögunni. Blikastúlkur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á mánudaginn kemur. Eru þær þar með ekki minni liðum en Lyon, Wolfsburg og Arsenal. Ljóst er að ekkert af þessum liðum er á leið á Kópavogs- eða Laugardalsvöll í vetur en Blikar munu spila við eitthvað af eftirfarandi liðum á næstu mánuðum: Barcelona, París Saint-Germain, Bayern München, Chelsea, Real Madríd, Juventus, Häcken, Benfica og HB Köge. Hver veit nema það verði fagnað aftur í bragðaref eftir einhverja af þessum leikjum.
Fótbolti Breiðablik Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Þrenna Lacasse skaut Benfica áfram en Þórdís úr leik | Öll úrslit kvöldsins Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur hennar í Apollon Limassol frá Kýpur féllu úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap fyrir Kharkiv frá Úkraínu í kvöld. Ljóst er hvaða lið fara í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:00 Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:31 Mest lesið „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00
Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47
Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53
Þrenna Lacasse skaut Benfica áfram en Þórdís úr leik | Öll úrslit kvöldsins Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur hennar í Apollon Limassol frá Kýpur féllu úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap fyrir Kharkiv frá Úkraínu í kvöld. Ljóst er hvaða lið fara í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:00
Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:31
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram