Fótbolti

Hannes átti eina af bestu markvörslum gluggans að mati UEFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson ræðir málin við Kai Havertz í leiknum á Laugardalsvelli.
Hannes Þór Halldórsson ræðir málin við Kai Havertz í leiknum á Laugardalsvelli. Getty/Alex Grimm

Hannes Þór Halldórsson kvaddi íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í síðustu viku og ein af markvörslum hans í lokaleiknum á móti Þýskalandi var tekin út hjá Knattspyrnusambandi Evrópu.

Knattspyrnusamband Evrópu valdi bestu markvörslurnar í öllum landsleikjaglugganum þar sem umferðir fjögur, fimm og sex fóru fram.

Hannes þurfti kannski að sækja boltann fjórum sinnum í markið hjá sér en sá líka til þess að þýsku mörkin urðu ekki fleiri.

Hannes ver hér frá Leon Goretzka.Skjámynd/UEFA

Markvarslan sem var valin í hóp þeirra bestu í öllum glugganum var þegar Hannes varði frábærlega frá Bayern leikmanninum Leon Goretzka í fyrri hálfleiknum.

Goretzka náði að losa sig í teignum og átti gott skot með jörðinni út við stöng en Hannesi tókst að verja boltann glæsilega í horn.

Það má sjá bestu markvörslur gluggans með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×