FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2021 07:58 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hafa deilt um iðgjöld tryggingafélaga og/eða vátryggingamarkaðinn síðustu daga. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. Fréttablaðið segir frá þessu og hefur eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur skrifaði fyrst grein á Vísi þar sem hann sakaði tryggingafélögin um okur og að sitja á sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld. Á sama tíma hafi umferðaslysum og slösuðum fækkað og sagði Runólfur á að iðgjöld hér á landi væru tvöfalt hætti en tíðkist á hinum Norðurlöndunum. Verið væri að brjóta á neytendum. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, svaraði grein Runólfs á sama vettvangi þar sem hún sakaði Runólf um einhliða umfjöllun og „gífuryrði um okur og vafasama viðskiptahætti“ í máli sínu. Sagði hún ekki rétt að einblína á vísitölu neysluverðs í þessu sambandi þar sem hún mæli „breytingar á heildarverðlagi allra hluta í þjóðfélaginu og eðlilegt er að undirliðir þar breytist ekki með sama hætti og vísitalan sjálf“. Sakar Katrínu um að hafa brotið eigin reglur Í Fréttablaðinu í dag segir að FÍB vilji meina að með skrifum sínum hafi Katrín verið að brotið eigin reglur SFF. Á heimasíðu félagsins segi að SFF sé óheimilt að fara með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna og geti slíkt falið í sér sjálfstætt brot á samkeppnislögum. Taki þetta meðal annars til umræðu á opinberum vettvangi, um verð og verðbreytingar aðildarfélaga og um kröfur viðskiptavina þeirra um lægra verð eða bætt viðskiptakjör. Katrín hafði áður sagt við blaðið að í grein sinni hafi hún verið að fjalla um vátryggingamarkaðinn en ekki sjálf félögin. Samkeppnismál Tryggingar Neytendur Bílar Tengdar fréttir FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Fréttablaðið segir frá þessu og hefur eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur skrifaði fyrst grein á Vísi þar sem hann sakaði tryggingafélögin um okur og að sitja á sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld. Á sama tíma hafi umferðaslysum og slösuðum fækkað og sagði Runólfur á að iðgjöld hér á landi væru tvöfalt hætti en tíðkist á hinum Norðurlöndunum. Verið væri að brjóta á neytendum. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, svaraði grein Runólfs á sama vettvangi þar sem hún sakaði Runólf um einhliða umfjöllun og „gífuryrði um okur og vafasama viðskiptahætti“ í máli sínu. Sagði hún ekki rétt að einblína á vísitölu neysluverðs í þessu sambandi þar sem hún mæli „breytingar á heildarverðlagi allra hluta í þjóðfélaginu og eðlilegt er að undirliðir þar breytist ekki með sama hætti og vísitalan sjálf“. Sakar Katrínu um að hafa brotið eigin reglur Í Fréttablaðinu í dag segir að FÍB vilji meina að með skrifum sínum hafi Katrín verið að brotið eigin reglur SFF. Á heimasíðu félagsins segi að SFF sé óheimilt að fara með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna og geti slíkt falið í sér sjálfstætt brot á samkeppnislögum. Taki þetta meðal annars til umræðu á opinberum vettvangi, um verð og verðbreytingar aðildarfélaga og um kröfur viðskiptavina þeirra um lægra verð eða bætt viðskiptakjör. Katrín hafði áður sagt við blaðið að í grein sinni hafi hún verið að fjalla um vátryggingamarkaðinn en ekki sjálf félögin.
Samkeppnismál Tryggingar Neytendur Bílar Tengdar fréttir FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47