Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 15. september 2021 19:48 Úr myndbandi sem tekið var rétt eftir að hraumstraumurinn fór að flæða. Skjáskot. Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Svo virðist sem að hrauntjörn skammt undan gígnum hafi brostið með þeim afleiðingum að gífurlegt magn af hrauni fór af stað. Mikill hiti fylgdi strauminum og þurftu björgunarsveitarmenn meðal annars frá að hverfa um tíma. Ingólfur Páll Matthíasson, leiðsögumaður, varð vitni að því þegar straumurinn fór af stað en sjá má myndband sem Ingólfur tók skömmu síðar á vettvangi hér í fréttinni. Ingólfur og félagar voru við gosstöðvarnar um klukkan hálf tíu í morgun. „Ég bjóst við að sjá einhverjar slettur yfir barmana á honum en svo brotnar þarna þak úr helli sem er orðinn stappafullur af kviku og flæðir út úr gígnum undir jarðskorpunni eins og gerist þegar svona dyngjugos eru í dágóðan tíma, “ sagði Ingólfur. Atburðarrásin gerðist hratt. „Það bara byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn upp úr þessum helli, alveg það mesta sem ég hef séð. Ég er búinn að koma hérna alveg tuttugu sinnum.“ Sigurður Bergmann varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var á vettvangi í dag og eins og sjá má í fréttinni hér að neðan lýsti hann því hvar hraunið kom niður í Nátthaga. Hann segir ljóst að hætta hafi verið á ferðum. „Klárlega var hætta þegar hraunið kom fram af leiðigörðunum. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa vegna hita og slæmra loftgæða,“ sagði Sigurður. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður var á vettvangi í dag og í beinni útsendingu lýsti hún því meðal annars hvað björgunarsveitir hafa verið að gera í dag við gosstöðvarnar, en meðal annars þurfti að bjarga tveimur ferðalöngum af Gónhóli, en þar voru þeir komnir í vandræði. Í kvöldfréttunum mátti einnig sjá, í beinni útsendingu, hvar ferðalangar voru að klöngrast upp á hrauninu, en margbúið er að vara við hættunum sem því getur fylgt. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Svo virðist sem að hrauntjörn skammt undan gígnum hafi brostið með þeim afleiðingum að gífurlegt magn af hrauni fór af stað. Mikill hiti fylgdi strauminum og þurftu björgunarsveitarmenn meðal annars frá að hverfa um tíma. Ingólfur Páll Matthíasson, leiðsögumaður, varð vitni að því þegar straumurinn fór af stað en sjá má myndband sem Ingólfur tók skömmu síðar á vettvangi hér í fréttinni. Ingólfur og félagar voru við gosstöðvarnar um klukkan hálf tíu í morgun. „Ég bjóst við að sjá einhverjar slettur yfir barmana á honum en svo brotnar þarna þak úr helli sem er orðinn stappafullur af kviku og flæðir út úr gígnum undir jarðskorpunni eins og gerist þegar svona dyngjugos eru í dágóðan tíma, “ sagði Ingólfur. Atburðarrásin gerðist hratt. „Það bara byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn upp úr þessum helli, alveg það mesta sem ég hef séð. Ég er búinn að koma hérna alveg tuttugu sinnum.“ Sigurður Bergmann varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var á vettvangi í dag og eins og sjá má í fréttinni hér að neðan lýsti hann því hvar hraunið kom niður í Nátthaga. Hann segir ljóst að hætta hafi verið á ferðum. „Klárlega var hætta þegar hraunið kom fram af leiðigörðunum. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa vegna hita og slæmra loftgæða,“ sagði Sigurður. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður var á vettvangi í dag og í beinni útsendingu lýsti hún því meðal annars hvað björgunarsveitir hafa verið að gera í dag við gosstöðvarnar, en meðal annars þurfti að bjarga tveimur ferðalöngum af Gónhóli, en þar voru þeir komnir í vandræði. Í kvöldfréttunum mátti einnig sjá, í beinni útsendingu, hvar ferðalangar voru að klöngrast upp á hrauninu, en margbúið er að vara við hættunum sem því getur fylgt.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira