Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 15. september 2021 19:48 Úr myndbandi sem tekið var rétt eftir að hraumstraumurinn fór að flæða. Skjáskot. Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Svo virðist sem að hrauntjörn skammt undan gígnum hafi brostið með þeim afleiðingum að gífurlegt magn af hrauni fór af stað. Mikill hiti fylgdi strauminum og þurftu björgunarsveitarmenn meðal annars frá að hverfa um tíma. Ingólfur Páll Matthíasson, leiðsögumaður, varð vitni að því þegar straumurinn fór af stað en sjá má myndband sem Ingólfur tók skömmu síðar á vettvangi hér í fréttinni. Ingólfur og félagar voru við gosstöðvarnar um klukkan hálf tíu í morgun. „Ég bjóst við að sjá einhverjar slettur yfir barmana á honum en svo brotnar þarna þak úr helli sem er orðinn stappafullur af kviku og flæðir út úr gígnum undir jarðskorpunni eins og gerist þegar svona dyngjugos eru í dágóðan tíma, “ sagði Ingólfur. Atburðarrásin gerðist hratt. „Það bara byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn upp úr þessum helli, alveg það mesta sem ég hef séð. Ég er búinn að koma hérna alveg tuttugu sinnum.“ Sigurður Bergmann varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var á vettvangi í dag og eins og sjá má í fréttinni hér að neðan lýsti hann því hvar hraunið kom niður í Nátthaga. Hann segir ljóst að hætta hafi verið á ferðum. „Klárlega var hætta þegar hraunið kom fram af leiðigörðunum. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa vegna hita og slæmra loftgæða,“ sagði Sigurður. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður var á vettvangi í dag og í beinni útsendingu lýsti hún því meðal annars hvað björgunarsveitir hafa verið að gera í dag við gosstöðvarnar, en meðal annars þurfti að bjarga tveimur ferðalöngum af Gónhóli, en þar voru þeir komnir í vandræði. Í kvöldfréttunum mátti einnig sjá, í beinni útsendingu, hvar ferðalangar voru að klöngrast upp á hrauninu, en margbúið er að vara við hættunum sem því getur fylgt. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Svo virðist sem að hrauntjörn skammt undan gígnum hafi brostið með þeim afleiðingum að gífurlegt magn af hrauni fór af stað. Mikill hiti fylgdi strauminum og þurftu björgunarsveitarmenn meðal annars frá að hverfa um tíma. Ingólfur Páll Matthíasson, leiðsögumaður, varð vitni að því þegar straumurinn fór af stað en sjá má myndband sem Ingólfur tók skömmu síðar á vettvangi hér í fréttinni. Ingólfur og félagar voru við gosstöðvarnar um klukkan hálf tíu í morgun. „Ég bjóst við að sjá einhverjar slettur yfir barmana á honum en svo brotnar þarna þak úr helli sem er orðinn stappafullur af kviku og flæðir út úr gígnum undir jarðskorpunni eins og gerist þegar svona dyngjugos eru í dágóðan tíma, “ sagði Ingólfur. Atburðarrásin gerðist hratt. „Það bara byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn upp úr þessum helli, alveg það mesta sem ég hef séð. Ég er búinn að koma hérna alveg tuttugu sinnum.“ Sigurður Bergmann varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var á vettvangi í dag og eins og sjá má í fréttinni hér að neðan lýsti hann því hvar hraunið kom niður í Nátthaga. Hann segir ljóst að hætta hafi verið á ferðum. „Klárlega var hætta þegar hraunið kom fram af leiðigörðunum. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa vegna hita og slæmra loftgæða,“ sagði Sigurður. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður var á vettvangi í dag og í beinni útsendingu lýsti hún því meðal annars hvað björgunarsveitir hafa verið að gera í dag við gosstöðvarnar, en meðal annars þurfti að bjarga tveimur ferðalöngum af Gónhóli, en þar voru þeir komnir í vandræði. Í kvöldfréttunum mátti einnig sjá, í beinni útsendingu, hvar ferðalangar voru að klöngrast upp á hrauninu, en margbúið er að vara við hættunum sem því getur fylgt.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira