Þetta staðfesti Róbert við handbolta.is í dag. Þar segir að hann verði frá keppni næstu 8-12 vikurnar og því útlit fyrir að hann spili jafnvel ekki meira með liðinu fyrr en á næsta ári.
Róbert skoraði fimm mörk fyrir Val í 22-21 sigrinum gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í gærkvöld, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar, en segir að nú sé ekki annað í stöðunni en að fara í aðgerð:
„Það er ekkert vit í þessu lengur og ekkert gagn að mér. Ég get lítið sem ekkert æft og ekki beitt mér að neinu viti í leikjum. Það er ekkert annað að gera en að láta lagfæra þetta,“ sagði Róbert við handbolta.is.
Róbert missir því af leikjum Vals við þýska liðið Lemgo annarri umferð Evrópudeildarinnar en fyrri leikur liðanna er á Hlíðarenda á þriðjudaginn og sá seinni í Þýskalandi viku síðar.