Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 10:26 Kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum fá að kjósa á sérstökum kjörstöðum í hverju sýslumannsumdæmi. T.d. verður einn slíkur kjörstaður í bílakjallara Krónunnar á Selfossi. Vísir/Arnar Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti segir að sýslumenn í hverju umdæmi skulu auglýsa á vefsíðunni www.syslumenn.is hvar og hvenær atkvæðagreiðsla mun fara fram. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar gefið út að sérstakur kjörstaður í því umdæmi verði á Skarfabakka í Reykjavík. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra verður með sérstaka kjörstaði í bílageymslum lögreglustöðvanna á Blönduósi og Sauðárkróki. Sýslumaðurinn á Suðurlandi verður með sérstaka kjörstaði í bílakjallara í húsnæði Krónunnar á Selfossi og í slökkvistöðinni á Höfn í Hornafirði. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum verður með sérstakan kjörstað að Fitjabraut 3 í Reykjanesbæ. Þau sem greiða atkvæði með þessum hætti skulu koma í bifreið á kjörstaðinn. Þeim er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og skulu vera ein í bifreiðinni. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Mikilvægt er að kjósendur hafi með sér blað og ritföng til að gera grein fyrir vilja sínum og hafi með sér skilríki. Sérstök athygli er vakin á því að þeim sem er í einangrun er heimilt yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skv. heimild í reglugerð frá heilbrigðisráðherra. Kjósanda sem er í einangrun eða sóttkví á kjördag en getur ekki nýtt sér ofangreint úrræði er einnig heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Það er þó háð staðfestingu heilbrigðisyfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag og upplýsingar um hvers vegna þeim sem er í sóttkví er ekki unnt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað. Líkt og með fyrrnefnda útfærslu, fær kjósandi ekki kjörgögn í hendur, heldur upplýsir kjörstjóra um hvernig hann vilji greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs. Frekari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslu má finna á vefslóðinni island.is/covidkosning2021. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti segir að sýslumenn í hverju umdæmi skulu auglýsa á vefsíðunni www.syslumenn.is hvar og hvenær atkvæðagreiðsla mun fara fram. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar gefið út að sérstakur kjörstaður í því umdæmi verði á Skarfabakka í Reykjavík. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra verður með sérstaka kjörstaði í bílageymslum lögreglustöðvanna á Blönduósi og Sauðárkróki. Sýslumaðurinn á Suðurlandi verður með sérstaka kjörstaði í bílakjallara í húsnæði Krónunnar á Selfossi og í slökkvistöðinni á Höfn í Hornafirði. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum verður með sérstakan kjörstað að Fitjabraut 3 í Reykjanesbæ. Þau sem greiða atkvæði með þessum hætti skulu koma í bifreið á kjörstaðinn. Þeim er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar og skulu vera ein í bifreiðinni. Kjósandi fær ekki kjörgögn í hendur heldur upplýsir hann kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran. Mikilvægt er að kjósendur hafi með sér blað og ritföng til að gera grein fyrir vilja sínum og hafi með sér skilríki. Sérstök athygli er vakin á því að þeim sem er í einangrun er heimilt yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað skv. heimild í reglugerð frá heilbrigðisráðherra. Kjósanda sem er í einangrun eða sóttkví á kjördag en getur ekki nýtt sér ofangreint úrræði er einnig heimilt að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Það er þó háð staðfestingu heilbrigðisyfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag og upplýsingar um hvers vegna þeim sem er í sóttkví er ekki unnt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstað. Líkt og með fyrrnefnda útfærslu, fær kjósandi ekki kjörgögn í hendur, heldur upplýsir kjörstjóra um hvernig hann vilji greiða atkvæði, t.d. með því að sýna blað með listabókstaf framboðs. Frekari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslu má finna á vefslóðinni island.is/covidkosning2021.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira