Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2021 08:00 Eftir afar langvinn meiðsli hefur Kolbeinn Sigþórsson náð sér aftur á strik í Svíþjóð á allra síðustu árum. Í sumar hefur hann leikið 17 deildarleiki fyrir Gautaborg og skorað fjögur mörk. mynd/ifkgoteborg.se Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. Þetta segir John Pettersson formaður Englanna, stuðningsmannaklúbbs knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar, í samtali við Aftonbladet í Svíþjóð. Forráðamenn félagsins hafa ákveðið að styðja við bakið á Kolbeini og hafa sett upp langtímaáætlun sem felur í sér ríka kröfu um að hann vinni í sjálfum sér með stuðningi félagsins. Pettersson segist vonast til að félagið hafi þar tekið afstöðu stuðningsmanna með inn í myndina en hópur þeirra krafðist þess að samningi við Kolbein yrði rift. Kolbeinn greiddi tveimur konum miskabætur eftir að hafa ráðist á þær á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Önnur konan steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, greindi frá því að engin kynferðisbrotamál tengd leikmönnum karlalandsliðsins hefðu komið inn á borð sambandsins. Guðni sagði svo af sér, Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum og stjórn KSÍ steig sömuleiðis frá borði og boðaði til aukaþings. Í yfirlýsingu Gautaborgar segir að atburðirnir á Íslandi hafi verið útkljáðir í lagalegum skilningi fyrir fjórum árum. Vinni að því að færri menn hagi sér svona Pettersson ræddi við Aftonbladet um þá stöðu sem upp er komin og að hans mati er ekki sjálfgefið að Kolbeinn fái að spila aftur fyrir Gautaborg. „Aðalatriðið hérna er að Kolbeinn gangist við því að hann sé gerandi og að hann nýti það sem eftir er af sínum tíma sem opinber persóna til að vinna að því að færri menn muni í framtíðinni haga sér eins og hann viðurkennir að hafa gert. Það er aðalmálið. Það hvort Kolbeinn Sigþórsson verður áfram eða ekki í IFK Gautaborg er léttvægt í samanburði við það samfélagsvandamál sem kynbundið ofbeldi er,“ sagði Pettersson sem benti á að að hann væri að lýsa sinni skoðun, en ekki opinberri afstöðu stuðningsmanna Gautaborgar. „Félagið ber ákveðnar skyldur sem vinnuveitandi Kolbeins en það er einnig með stærri skuldbindingu og hún er gagnvart meðlimum félagsins og stuðningsmönnum. Í þessu tilviki er ljóst að stórir hópar stuðningsmanna hafa sýnt í verki að þeir hafi ekki trú á leikmanninum, og það er eitthvað sem félagið verður að taka tillit til,“ sagði Pettersson. Í yfirlýsingu Gautaborgar á þriðjudag kom fram að Kolbeinn hefði glímt við meiðsli og myndi samhliða því að vinna í sínum málum fara í aðgerð og jafna sig af meiðslum. Hann mun því ekki spila með liðinu á næstunni og kemur væntanlega ekki til greina í íslenska landsliðshópinn sem valinn verður í næstu viku, fyrir leiki í undankeppni HM 8. og 11. október. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Þetta segir John Pettersson formaður Englanna, stuðningsmannaklúbbs knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar, í samtali við Aftonbladet í Svíþjóð. Forráðamenn félagsins hafa ákveðið að styðja við bakið á Kolbeini og hafa sett upp langtímaáætlun sem felur í sér ríka kröfu um að hann vinni í sjálfum sér með stuðningi félagsins. Pettersson segist vonast til að félagið hafi þar tekið afstöðu stuðningsmanna með inn í myndina en hópur þeirra krafðist þess að samningi við Kolbein yrði rift. Kolbeinn greiddi tveimur konum miskabætur eftir að hafa ráðist á þær á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Önnur konan steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, greindi frá því að engin kynferðisbrotamál tengd leikmönnum karlalandsliðsins hefðu komið inn á borð sambandsins. Guðni sagði svo af sér, Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum og stjórn KSÍ steig sömuleiðis frá borði og boðaði til aukaþings. Í yfirlýsingu Gautaborgar segir að atburðirnir á Íslandi hafi verið útkljáðir í lagalegum skilningi fyrir fjórum árum. Vinni að því að færri menn hagi sér svona Pettersson ræddi við Aftonbladet um þá stöðu sem upp er komin og að hans mati er ekki sjálfgefið að Kolbeinn fái að spila aftur fyrir Gautaborg. „Aðalatriðið hérna er að Kolbeinn gangist við því að hann sé gerandi og að hann nýti það sem eftir er af sínum tíma sem opinber persóna til að vinna að því að færri menn muni í framtíðinni haga sér eins og hann viðurkennir að hafa gert. Það er aðalmálið. Það hvort Kolbeinn Sigþórsson verður áfram eða ekki í IFK Gautaborg er léttvægt í samanburði við það samfélagsvandamál sem kynbundið ofbeldi er,“ sagði Pettersson sem benti á að að hann væri að lýsa sinni skoðun, en ekki opinberri afstöðu stuðningsmanna Gautaborgar. „Félagið ber ákveðnar skyldur sem vinnuveitandi Kolbeins en það er einnig með stærri skuldbindingu og hún er gagnvart meðlimum félagsins og stuðningsmönnum. Í þessu tilviki er ljóst að stórir hópar stuðningsmanna hafa sýnt í verki að þeir hafi ekki trú á leikmanninum, og það er eitthvað sem félagið verður að taka tillit til,“ sagði Pettersson. Í yfirlýsingu Gautaborgar á þriðjudag kom fram að Kolbeinn hefði glímt við meiðsli og myndi samhliða því að vinna í sínum málum fara í aðgerð og jafna sig af meiðslum. Hann mun því ekki spila með liðinu á næstunni og kemur væntanlega ekki til greina í íslenska landsliðshópinn sem valinn verður í næstu viku, fyrir leiki í undankeppni HM 8. og 11. október.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. 22. september 2021 11:31
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05
Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45