Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 10:31 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segjast sjaldan hafa verið ánægðari. Hún sagði flokk sinn alltaf hafa mælst með miklu minna fylgi í könnunum en komi svo upp úr kjörkössunum. Flokkurinn á huldufylgi sem er eldra fólk sem skilur ekkert þetta punktur is. Vísir/Elín Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. Inga var, ásamt Katrínu Jakobsdóttur Vinstri grænum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn og Halldóru Mogensen Pírötum, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. Hún segir að brosið hafi verið fast á andliti sínu eftir kosninganóttina. Inga segist jafnframt vön því að Flokkur fólksins hafi verið að mælast miklu minni í könnunum en í kosningum. Spurð að ástæðunni fyrir því sagði hún að um væri að ræða netkannanir. „Þar er stór hópur sem ekki tekur þátt í því sem er eldra fólk. Það hefur verið skilið út undan þegar netið er annars vegar. Það skilur ekki þetta punktur is og við vissum að við ættum huldufylgi.“ Katrín sagði að það lægi fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir myndu nú setjast niður en fráfarandi ríkisstjórn heldur vel sínu þó Vinstri græn hafi tapað manni. „Þegar ég fór inn í þessa ríkisstjórn var sagt að flokkurinn myndi hverfa og ég tók mikla pólitíska áhættu. Þessi niðurstaða, þeir sem spáðu mér tortímingu höfðu ekki rétt fyrir sér.“ Þorgerður Katrín sagðist geta unað bærilega við niðurstöðuna, Viðreisn hafi bætt við sig þingmann og flokkurinn er að styrkja sig á landsbyggðinni. En hún viðurkenndi að hún hafði vonast eftir meira fylgi. „Það var eitt og annað sem setti strik í reikninginn. Þessi ríkisstjórn heldur. Mitt mat er að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórnina nema Katrín verði forsætisráðherra og þá fer þetta bara eftir því hversu hart Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sækja það. En það er ekki sanngjarnt að allt niðurrifið á ríkisstjórninni lendi á Vg.“ Halldóra segir að þeir flokkar sem hafi lagt áherslu á loftslagsmálin hafi tapað. En það sé eitt og annað jákvætt sem lesa megi úr niðurstöðunni. Lenya Rún Taha Karim er yngsti kjörni þingmaður sögunnar og nú eru meirihluti þingliðsins konur. En það lítur út fyrir að „áfram verði einhver íhaldsstjórn. Nema það sé hægt að plata Framsókn yfir í bjartari tíma. Klárlega ætlaði stjórnarandstaðan sér meira. En Vinstri græn komu Sjálfstæðisflokknum aftur til valda og þessi er niðurstaðan.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar fara fram athyglisverðar umræður þar sem farið er vandlega yfir þá stöðu sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Inga var, ásamt Katrínu Jakobsdóttur Vinstri grænum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn og Halldóru Mogensen Pírötum, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. Hún segir að brosið hafi verið fast á andliti sínu eftir kosninganóttina. Inga segist jafnframt vön því að Flokkur fólksins hafi verið að mælast miklu minni í könnunum en í kosningum. Spurð að ástæðunni fyrir því sagði hún að um væri að ræða netkannanir. „Þar er stór hópur sem ekki tekur þátt í því sem er eldra fólk. Það hefur verið skilið út undan þegar netið er annars vegar. Það skilur ekki þetta punktur is og við vissum að við ættum huldufylgi.“ Katrín sagði að það lægi fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir myndu nú setjast niður en fráfarandi ríkisstjórn heldur vel sínu þó Vinstri græn hafi tapað manni. „Þegar ég fór inn í þessa ríkisstjórn var sagt að flokkurinn myndi hverfa og ég tók mikla pólitíska áhættu. Þessi niðurstaða, þeir sem spáðu mér tortímingu höfðu ekki rétt fyrir sér.“ Þorgerður Katrín sagðist geta unað bærilega við niðurstöðuna, Viðreisn hafi bætt við sig þingmann og flokkurinn er að styrkja sig á landsbyggðinni. En hún viðurkenndi að hún hafði vonast eftir meira fylgi. „Það var eitt og annað sem setti strik í reikninginn. Þessi ríkisstjórn heldur. Mitt mat er að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórnina nema Katrín verði forsætisráðherra og þá fer þetta bara eftir því hversu hart Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sækja það. En það er ekki sanngjarnt að allt niðurrifið á ríkisstjórninni lendi á Vg.“ Halldóra segir að þeir flokkar sem hafi lagt áherslu á loftslagsmálin hafi tapað. En það sé eitt og annað jákvætt sem lesa megi úr niðurstöðunni. Lenya Rún Taha Karim er yngsti kjörni þingmaður sögunnar og nú eru meirihluti þingliðsins konur. En það lítur út fyrir að „áfram verði einhver íhaldsstjórn. Nema það sé hægt að plata Framsókn yfir í bjartari tíma. Klárlega ætlaði stjórnarandstaðan sér meira. En Vinstri græn komu Sjálfstæðisflokknum aftur til valda og þessi er niðurstaðan.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar fara fram athyglisverðar umræður þar sem farið er vandlega yfir þá stöðu sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15