Skýrslur úr öðrum kjördæmum hafa borist en óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi.
Laufey Helga Guðmundsdóttir, ritari Landskjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að skýrslu úr Suðurkjördæmi sé að vænta eftir að endurtalning fór þar fram í gærkvöldi.
Þá veitti Landskjörstjórn yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis frest til að skila vegna persónulegra ástæðna yfirmanns kjörstjórnar, Inga Tryggvasonar.
Fundur hefur því ekki verið boðaður í Landskjörstjórn til að fara yfir málin.
Endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði sömu niðurstöðum og upphafleg talning.