Eldflaugareldsneyti lýsti upp himininn í gærkvöldi Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 10:13 Sólin lýsti upp eldsneytið frá Atlas V-eldflauginni þannig að það skein skært á kvöldhimninum yfir Íslandi og Evrópu. Atli Þór Jónsson Margir virðast hafa orðið varir við ljósagang yfir landinu í gærkvöldi. Þar var á ferðinni eldsneyti frá eldflaug sem skotið var á loft með gervitungl í gærdag, að sögn Sævars Helga Bragasonar, ritstjóra Stjörnufræðivefsins. Fjölmargir samfélagsmiðlanotendur birtu myndir af óvenjulegu ljósi á kvöldhimninum á tíunda tímanum í gærkvöldi. Einn þeirra var Magnús Sveinsson sem náði myndbandi af glæringunum yfir norðurbæ Hafnarfjarðar klukkan 21:13 í gærkvöldi. Hann segir að sig hafi strax grunað að þar væri einhvers konar eldflaug á ferðinni en fannst skrýtið að „halinn“ sem sést vanalega aftan úr flugvélum eða eldflaugum væri framan á þessari. Magnús var ekki fjarri lagi því ljósið kom frá eldsneyti úr stórri eldflaug sem var skotið á loft í gærdag. Sævar Helgi, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, tísti í gærkvöldi að Atlas V-eldflaug sem var skotið á loft með Landsat 9-gervihnött hafi losað sig við eldsneyti sem sólin lýsti svo upp. Sáu fleiri þetta á himni í kvöld? Atlas V eldflaug sem var skotið á loftí fyrr í dag með Landsat 9 gervitungl að losa sig við eldsneyti. Sólin lýsir það svo upp. https://t.co/GGADGoi6W7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 27, 2021 Í samtali við Vísi segir Sævar Helgi að sporbraut eldflaugarinnar hafi legið vel við athugun frá Íslandi. Sólin hafi ekki verið mjög langt undir sjóndeildarhringnum svo hún lýsti upp eldsneytið í um 600 kílómetra hæð. Ljósið sást um þremur klukkustundum eftir geimskotið og var vel sýnilegt í um það bil tíu mínútur en dofnaði svo þegar eldsneytisskýið hafði dreifst meira. Það sást víða um Evrópu. Ástæðan fyrir því að eldsneyti var losað úr eldflauginni var sú að til stendur að hún brenni upp í andrúmsloftinu yfir Indlandshafi. Losunin á að draga úr hættu á mengun þegar leifar eldflaugarinnar falla í sjóinn. Atlas V-eldflauginni var skotið á loft frá Vandanberg-stöðinni í Kaliforníu með Landsat 9-gervitungl innanborðs í gær. Eldsneyti úr eldflauginni sást upplýst yfir Íslandi í gærkvöldi.Vísir/EPA Landsat-gervitunglin hafa fylgst með jörðinni og skrásett breytingar í hátt í fimmtíu ár. Breska ríkisútvarpið BBC segir að athuganir þeirra séu lengsta samfellda heimild fjarkönnunartækja um breytingar á jörðinni. Landsat-gögnin eru opin öllum án endurgjalds. Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fjölmargir samfélagsmiðlanotendur birtu myndir af óvenjulegu ljósi á kvöldhimninum á tíunda tímanum í gærkvöldi. Einn þeirra var Magnús Sveinsson sem náði myndbandi af glæringunum yfir norðurbæ Hafnarfjarðar klukkan 21:13 í gærkvöldi. Hann segir að sig hafi strax grunað að þar væri einhvers konar eldflaug á ferðinni en fannst skrýtið að „halinn“ sem sést vanalega aftan úr flugvélum eða eldflaugum væri framan á þessari. Magnús var ekki fjarri lagi því ljósið kom frá eldsneyti úr stórri eldflaug sem var skotið á loft í gærdag. Sævar Helgi, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, tísti í gærkvöldi að Atlas V-eldflaug sem var skotið á loft með Landsat 9-gervihnött hafi losað sig við eldsneyti sem sólin lýsti svo upp. Sáu fleiri þetta á himni í kvöld? Atlas V eldflaug sem var skotið á loftí fyrr í dag með Landsat 9 gervitungl að losa sig við eldsneyti. Sólin lýsir það svo upp. https://t.co/GGADGoi6W7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 27, 2021 Í samtali við Vísi segir Sævar Helgi að sporbraut eldflaugarinnar hafi legið vel við athugun frá Íslandi. Sólin hafi ekki verið mjög langt undir sjóndeildarhringnum svo hún lýsti upp eldsneytið í um 600 kílómetra hæð. Ljósið sást um þremur klukkustundum eftir geimskotið og var vel sýnilegt í um það bil tíu mínútur en dofnaði svo þegar eldsneytisskýið hafði dreifst meira. Það sást víða um Evrópu. Ástæðan fyrir því að eldsneyti var losað úr eldflauginni var sú að til stendur að hún brenni upp í andrúmsloftinu yfir Indlandshafi. Losunin á að draga úr hættu á mengun þegar leifar eldflaugarinnar falla í sjóinn. Atlas V-eldflauginni var skotið á loft frá Vandanberg-stöðinni í Kaliforníu með Landsat 9-gervitungl innanborðs í gær. Eldsneyti úr eldflauginni sást upplýst yfir Íslandi í gærkvöldi.Vísir/EPA Landsat-gervitunglin hafa fylgst með jörðinni og skrásett breytingar í hátt í fimmtíu ár. Breska ríkisútvarpið BBC segir að athuganir þeirra séu lengsta samfellda heimild fjarkönnunartækja um breytingar á jörðinni. Landsat-gögnin eru opin öllum án endurgjalds.
Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira