Seðlabankinn dregur lærdóm af fasteignabólunni fyrir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2021 19:20 Haukur Benediktsson framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum (í ræðustól) kynnir rit nefndarinnar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar og Gunnar Jakobsson staðgengill formanns fylgjast með. Stöð 2/Egill Seðlabankastjóri segir nýjar reglur um hámark greiðslubyrði húsnæðislána hluta af þeim lærdómi sem draga megi af efnahagshruninu. Þær tengi greiðslubyrðina tekjum heimilanna og vinni gegn gylliboðum á lánamarkaði. Fasteignakaup eru alla jafna stærstu fjárfestingar heimilanna. Undanfarið hefur verið mikil umframeftirspurn eftir húsnæði. Á þeim tímapunkti finnst seðlabankanum eðlilegt að setja reglur sem hámarka hlutfall greiðslubyrði húsnæðislána af ráðstöfunartekjum heimilanna. Framvegis miða útreikningar greiðslubyrði allra húsnæðislána að hámarki við þrjátíu ára lánstíma og getur ekki verið meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum. Þannig mætti greiðslubyrði af húsnæðislánum heimila með 200 þúsund króna ráðstöfunartekjur ekki vera meiri en 70 þúsund krónur á mánuði og 80 þúsund hjá fyrstu kaupendum og svo koll af kolli eins og sést í meðfylgjandi töflu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fasteignaverð hafa hækkað ört undanfarna mánuði, skuldir heimilanna hafi vaxið og bankarnir standi vel. „Við viljum tryggja jarðsamband fasteignamarkaðarins. Að fasteignaverð sé í samhengi við tekjur þjóðarinnar,“ segir Ásgeir. Reglur Seðlabankans séu þó ekki fjarri þeim reglum sem bankarnir styðjist nú þegar við í greiðslumati. Hér sé því um varanlega varúðarráðstöfun að ræða ekki hvað síst ef nýir aðilar komi inn á lánamarkaðinn og rýmki lánareglur varðandi greiðslugetu. Þetta sé hluti af þeim lærdómi sem megi draga af efnahagshruninu. Ásgeir Jónsson segir að setja hefði átt reglur eins og þessar árið 2003 áður en kom til fasteignabólunnar fyrir hrun.Stöð 2/Egill „Algerlega. Þetta er eitthvað sem við hefðum átt að gera árið 2003 en gerðum ekki. Þannig að við erum í raun að setja ramma í kringum markaðinn og tryggja að verðmyndun verði alltaf í samræmi við tekjur fólks í landinu. Um að fasteignamarkaðurinn fjarlægist ekki fólkið í landinu og fari upp í einhverjar hæðir sem venjulegt fólk hefur ekki efni á," segir Ásgeir Jónsson. Í upphafi kórónuveirufaraldursins snemma árs í fyrra ákvað Seðlabankinn að bankarnir þyrftu ekki lengur að leggja 2 prósent af eiginfé sínu til hliðar í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka. Þetta var gert til að auka lausafé banka og lánastofnana til að auðvelda þeim að mæta áföllum viðskiptavina sinna vegna faraldursins. Í morgun tilkynnt fjármálastöðugleikanefnd hins vegar að sveiflujöfnunaraukinn yrði færður upp í tvö prósent á ný eftir tólf mánuði. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Fasteignakaup eru alla jafna stærstu fjárfestingar heimilanna. Undanfarið hefur verið mikil umframeftirspurn eftir húsnæði. Á þeim tímapunkti finnst seðlabankanum eðlilegt að setja reglur sem hámarka hlutfall greiðslubyrði húsnæðislána af ráðstöfunartekjum heimilanna. Framvegis miða útreikningar greiðslubyrði allra húsnæðislána að hámarki við þrjátíu ára lánstíma og getur ekki verið meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum. Þannig mætti greiðslubyrði af húsnæðislánum heimila með 200 þúsund króna ráðstöfunartekjur ekki vera meiri en 70 þúsund krónur á mánuði og 80 þúsund hjá fyrstu kaupendum og svo koll af kolli eins og sést í meðfylgjandi töflu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir fasteignaverð hafa hækkað ört undanfarna mánuði, skuldir heimilanna hafi vaxið og bankarnir standi vel. „Við viljum tryggja jarðsamband fasteignamarkaðarins. Að fasteignaverð sé í samhengi við tekjur þjóðarinnar,“ segir Ásgeir. Reglur Seðlabankans séu þó ekki fjarri þeim reglum sem bankarnir styðjist nú þegar við í greiðslumati. Hér sé því um varanlega varúðarráðstöfun að ræða ekki hvað síst ef nýir aðilar komi inn á lánamarkaðinn og rýmki lánareglur varðandi greiðslugetu. Þetta sé hluti af þeim lærdómi sem megi draga af efnahagshruninu. Ásgeir Jónsson segir að setja hefði átt reglur eins og þessar árið 2003 áður en kom til fasteignabólunnar fyrir hrun.Stöð 2/Egill „Algerlega. Þetta er eitthvað sem við hefðum átt að gera árið 2003 en gerðum ekki. Þannig að við erum í raun að setja ramma í kringum markaðinn og tryggja að verðmyndun verði alltaf í samræmi við tekjur fólks í landinu. Um að fasteignamarkaðurinn fjarlægist ekki fólkið í landinu og fari upp í einhverjar hæðir sem venjulegt fólk hefur ekki efni á," segir Ásgeir Jónsson. Í upphafi kórónuveirufaraldursins snemma árs í fyrra ákvað Seðlabankinn að bankarnir þyrftu ekki lengur að leggja 2 prósent af eiginfé sínu til hliðar í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka. Þetta var gert til að auka lausafé banka og lánastofnana til að auðvelda þeim að mæta áföllum viðskiptavina sinna vegna faraldursins. Í morgun tilkynnt fjármálastöðugleikanefnd hins vegar að sveiflujöfnunaraukinn yrði færður upp í tvö prósent á ný eftir tólf mánuði.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. 29. september 2021 09:07
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44